Traust og virðing

Traust almennings til allra helstu stofnann minkaði verulega vegna Hrunsins. Það á ekki síst við um Alþingi. Tæpur helmingur landsmanna bar að jafnaði traust til þingsins en í Hruninu féll það niður í um 10% og hefur verið þar síðan. Ástæðan er að stærstum hluta að þingið sem stofnun brást landsmönnum og rækti ekki skyldur sínar við almenning með alvarlegum afleiðingum. Í Hruninu komst einnig upp um gríðarlega spillingu í stjórnmála- og viðskiptalífinu sem varð til þess að þingmenn viku af þingi, sumir tímabundið og aðrir til frambúðar. Aðrir sátu sem fastast og sitja enn, sumir komist til metorða, þrátt fyrir skrautlega fortíð. Eftir kosningarnar 2009 voru um 2/3 þingmanna nýir frá kosningunum frá kosningunum 2007. Það breytti því ekki að stjórnarandstaðan á þeim tíma setti sig í gírinn og lagðist gegn öllum málum, neitaði samstarfi við nýtt þing, hataðist út í menn og málefni af áður óþekktu offorsi og innleiddi ósiði í störf þingsins sem aðrir munu þurfa að bæta fyrir.
Nú segja menn að von sé um betri tíma þar sem svo margir hafi farið af þingi og nýir komið í staðinn. Miðað við það þá bera þeir sem fóru af þingi við síðustu kosningar ábyrgðina á sundurlyndinu og vantrausti almennings á Alþingi.
Þetta er sá hópur (það er minna talað um hina sem eftir sitja):

Atli Gíslason
Álfheiður Ingadóttir
Árni Johnsen
Ásbjörn Óttarsson
Ásta R. Jóhannesdóttir
Birkir Jón Jónsson
Björgvin G. Sigurðsson
Björn Valur Gíslason
Jóhanna Sigurðardóttir
Jón Bjarnason
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Lilja Mósesdóttir
Lúðvík Geirsson
Magnús Orri Schram
Margrét Tryggvadóttir
Mörður Árnason
Ólafur Þór Gunnarsson
Ólína Þorvarðardóttir
Ólöf Nordal
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Siv Friðleifsdóttir
Skúli Helgason
Þorgerður K. Gunnaradóttir
Þór Saari
Þráinn Bertelsson
Þuríður Backman