Laxeldi í Ólafsfirði

Ólafsfjörður hefur alla tíð verið talinn mjög erfiður veðurfarslega séð. Þannig var Héðinsfjörður talinn betur til sjósóknar fyrr á síðustu öld ekki síst vegna þess að auðveldara var að lenda þar bátum en í Ólafsfirði. Það er erfitt að athafna sig á firðinum í vetrarveðrum og fjörðurinn er oft ófær skipum. Skip hafa margsinnis þurft að flýja höfnina vegna veðurs eða vondrar veðurspár. Dögum saman þverbrýtur Ólafsfjörð í vetrarveðrum og er þá ófær öllum skipum.
Mér er það hulin ráðgáta að Ólafsfjörður sé nú talinn draumastaður fyrir laxeldi í sjó þó ekki væri nema af þessum sökum.
Mengun af 10 þúsund tonna framleiðslu af laxi í sjó er talin vera á við mengun í 150 þúsund manna byggð. Það þarf 4-5 kíló af fóðri til að búa til eitt kíló af laxi. Það er ekki deilt um hvort laxeldi í sjó hafi neikvæð umhverfisáhrif heldur greinir menn á um hversu mikil þau eru.
Þetta viðtal við bæjarstjórann í Fjallabyggð veldur mér talsverðum áhyggjum af mörgum ástæðum.