Stjórnlaus einkavæðing í heilbrigðiskerfinu

Þessi yfirlýsing Landlæknis er þeirrar gerðar sem enginn heilbrigðisráðherra vill láta skrifa um sig sé hann ekki blásvartur hægrimaður. Landlæknir heldur því fram að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu sé í raun stjórnlaus. Landlæknir segir að hvorki ráðherra, þing eða ríkisstjórn hafi sem stendur nokkra stjórn á því hvert opinber fjármagn rennur í heilbrigðiskerfinu eða hvaða rekstrarform verði ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi.
Yfirlýsing Landlæknis hlýtur að kalla á skjót viðbrögð stjórnmálamanna og Alþingis.
Þetta er grafalvarlegt mál.