Glæsilegt skip!

Kaldbakur EA-1 nýtt skip Samherja hf. kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri í gær. Kaldbakur er glæsilegt og öflugt skip í alla stað, með vel hannaðan skrokk sem mun fara vel með áhöfn og farm.
Það er alltaf ánægjulegt þegar ný skip bætast í flotann sem var orðin allt of gamall og úr sér gengin að mörgu leyti.
Hér má sjá nokkrar myndir af skipinu sem Gísli Sigurgeirsson tók af því í gær.

Kjarni málsins

Líkt og venjulega kemst Magnús Halldórsson, ritstjóri Kjarnans, að kjarna málsins í skrifum sínum.
Það er eins og einhver tegund af þöggun ríki um málefni Arion banka og boðaða einkavæðingu Landsbanka og Íslandsbanka. Ég veit ekkihvers vegna. Það lítur út fyrir að ráðherrar ætli að sniðganga Alþingi og ráðstafa bönkunum án opinberrar umræðu innan sem utan þings. Það verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum.
Miðað við eðli og umfang málsins ættu stjórnmálamenn í rauninni ekki að vera að ræða um neitt annað en skipulag fjármálakerfisins.
En áherslan er á öðrum sviðum, eins og Magnús bendir á, og stefnumálin önnur.

Stefnuleysi um fjármálakerfið

Stjórnmálaflokkar, sem eiga þingmenn á Alþingi, hafa fæstir nokkra stefnu í því hvernig banka- og fjármálakerfið okkar eigi að vera. Í rauninni má segja að aðeins Vinstri græn og sjálfstæðisflokkurinn hafi mótað ákveðna stefnu í þessum málum.
Vinstri græn samþykktu á landsfundi haustið 2015 að aðskilja yrði fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi annars vegar og hins vegar innlenda- og erlenda starfsemi bankanna. Vinstri græn telja rétt að ríkið selji eignarhluti sína í bönkunum að undaskildum Landsbankanum þar sem ríkið verði aðaleigandi.

Lyginni líkast

Sagt er frá því á visi.is í morgun að sala á helmingshlut í Arion banka sé á lokametrunum. Kaupendurnir eru að stærstum hluta erlendir vogunarsjóðir.
Þegar ríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðisflokks samdi við kröfuhafa um uppgjör á föllnu bönkunum árið 2015 var það m.a. gert þannig í tilviki Kaupþings að kröfuhafar greiddu ríkinu með 84 milljarða króna skuldabréfi með veði í Arion banka. Það bréf var háð þeim skilyrðum að ríkið gæti aðeins innleyst það ef bankinn yrði seldur og ef bankinn yrði ekki seldur fyrir árslok 2018 eignaðist ríkið bankann.

Alvarleg mál sem þarf að bregðast við

Það er hárrétt sem Þór Sigfússon segir. Neytendur í útlöndum urðu ekkert sérstaklega varir við skort á íslenskum fiski á meðan á verkfalli sjómanna stóð. Þeir fengu einfaldlega fisk frá öðrum löndum á meðan og sættu sig við það án þess að kvarta.
Erlendir söluaðilar fundu hins vegar fyrir verkfallinu og skorti á fiski frá Íslandi. Það kom í þeirra hlut að sjá neytendum fyrir fiski og það gerðu þeir með því að fá hann annars staðar frá.

Fjármálaráðherra í blússandi bissness ...

Þetta er mjög góður pistill hjá ritstjóra Kjarnans. Staða sjálfstæðra og óháðra fjölmiðla á Íslandi er mjög veik. Fjölmiðlar sem eru háðir pólitískum og viðskiptalegum hagsmunum eigenda sinna eru ráðandi og áhrif þeirra gríðarleg.
Mér vitanlega hafa ekki verið gerðar athugasemdir við eignarhald og tengsl fjármálaráðherra á fjölmiðlum sem fyrirtæki í hans eigu gefa út. Það er ekki að sjá á fátæklegum upplýsingum um hagsmuni ráðherrans á heimasíðu Alþingis að hann hafi selt eða losað um eignarhald sitt á fyrirtækinu.

Takk fyrir og húrra!

Ég hef ekki kynnt mér nýgerðan samning milli útgerðarmanna og sjómanna en vona að hann sé ásættanlegur fyrir báða aðila. Samkvæmt því sem formaður SFS sagði í fjölmiðlum á fimmtudaginn var þá þegar kominn á samningur milli aðila. Sjómenn þyrftu hins vegar að ræða einhver mál við ríkisstjórnina til að loka dæminu.
Möguleg lagasetning á verkfallið var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudaginn og sjávarútvegsráðherra hefur viðurkennt að hafa verið með tilbúið lagafrumvarp þess efnis. Það lítur því út fyrir að ráðherrann hafi á fundi sínum með sjómönnum í gær fært þeim skýr skilaboð frá ríkisstjórninni um að eina aðkoma stjórnarinnar að málinu yrði að setja lög á verkfallið.  

Rangur ráðherra og röngum stað

Samkvæmt heimasíðu stjórnarráðsins eru þetta helstu málaflokkar sem heyra undir sjávarútvegsráðuneytið:

1.      Rannsóknir, verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
2.     Eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
3.     Stuðningur við rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi.
4.     Fiskvinnsla og önnur vinnsla úr sjávarfangi.
5.     Uppboðsmarkaður sjávarafla.
6.     Verðlagsráð sjávarútvegsins.

Haldið og sleppt

Fyrir tveim mánuðum talaði hann fyrir því að allur fiskur færi á markað. Nú vill hann fara í eigin útgerð til að tryggja „… að mínir viðskiptavinir, fái flottann glænýjan og góðan fisk frá mínum bát.“
Á þá sem sagt ekki að setja allt á markað!
Það verður ekki bæði haldið og sleppt.

Enn sömu skoðunar?

Fyrir rúmum fimm árum lögðu sex þingmenn fram tillögu á Alþingi um endurupptöku sjómannaafsláttar. Þrír þeirra eru enn á þingi. Tveir eru úr stjórnarliðinu, annar ráðherra og hinn er forseti þingsins. Sá þriðji er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, nú í stjórnarandstöðu. Það er því ekki ólíklegt að því að ef þessi þrjú myndu endurflytja tillögu sína frá haustinu 2011 ætti hún nokkuð greiða leið í gegnum þingið.
Ætli þau séu sömu skoðunar nú og þau voru haustið 2011?
​Eða var þessi tillaga lögð fram í öðrum tilgangi?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS