Viðreisn var stofnuð til að gera breytingar í peninga- og gjaldmiðlamálum þjóðarinnar. Formaður Viðreisnar er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins. Undir hans stjórn hefur stjórnin misst öll tök á efnahagsmálum landsins. Sérstaklega þó í gengismálum. Í dag sló ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherra rétt tæplega 40 ára gamalt Íslandsmet í styrkingu krónunnar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum. Lífsviðurværi tugþúsunda Íslendinga er stefnt í voða og afkomu hundruð fyrirtækja sömuleiðis. Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefni sín. Pólitískt getuleysi hennar er átakanlegt.
Ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins er líklega versta ríkisstjórn síðari tíma á Íslandi. Það er ábyrgðarhluti fyrir þingið að fara í sumarfrí eftir nokkra daga og skilja þjóðina eftir fram á haust með þá Bjarna, Benedikt og Óttar óbeislaða í stjórnarráðinu. Það þarf að koma ríkisstjórninni frá áður en þingið fer heim.
Vonandi átta allir sig á því.