Ríkisstjórnin hefur stöðvað frekari neikvæð áhrif hrunsins á skuldir heimila


Þeir virðast vera til í íslensku samfélagi sem reyna að kenna núverandi ríkisstjórn um allt sem aflaga hefur farið í heimssögunni. Reyndar er ekki er gengið svo langt að kenna henni um krossfestingu frelsarans forðum daga en allt að því.

Er málflutningur Heimssýnar að skaða ESB andstöðuna?

Heimssýn er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum- þverpólitísk samtök þeirra sem eins og getur um á heimasíðu þeirra, „telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.“ Þetta er nokkuð skýrt og á ekki að fara framhjá nokkrum manni. Heimsýn er félagsskapur þeirra sem vilja ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þannig hef ég líka alltaf litið á þennan félagsskap og hef lengst af fundið samhljóm með þeim til þess máls.

Sei nó mor!

„Get ekki að því gert,“ sagði maður einn við mig fyrir ekki löngu, „en það fara alltaf einhver ónot um mig þegar Tryggvi Þór Herbertsson fer að reikna.“
Ég svaraði einhverju út í hött eins og venjulega en mundi svo eftir þessu þegar ég leit yfir ný þingmál í dag.
 

Handstýrt álver í Helguvík?

Hér á landi er rík krafa um að stjórnvöld ýti af stað fjárfestingu með því að handstýra í gang álveri í Helguvík að útvega álverinu nægilega orku til að moða úr.
En hvað er raunverulega verið að biðja um? Til þessa hafa Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka ekki treyst sér til að útvega orku á þeim verðum sem um var samið árið 2007, þ.e. að ekki sé hægt að standa að baki slíku orkuverði eða verja það. Og hvað á þá að gera?

Sjálfstæðismenn í Eyjum skripla á skötu

Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum segist ekki ætla að taka þátt í stjórnarsamstarfi og óhugsandi sé að flokkurinn í heild sinni geri það án þess að gengið verði til kosninga. Í ályktun fulltrúaráðsins um þetta mál er farið mörgum ófögrum orðum um ríkisstjórnina og talin algjör nauðsyn að losa þjóðina undan henni áður en hún veldur meira tjóni en orðið er nú þegar.
Þarna viðrast sjálfstæðismenn í Eyjum hafa misst eitthvað úr íslenskri stjórnmálasögu. Átján ára þrotlausri ríkisstjórnarsetu sjálfstæðisflokksins, sem fulltrúaráðið í Eyjum studdi með öllum ráðum, lauk með fullkomnu efnahagslegu hruni.

Góður fundur í Fjarðabyggð

Ég sat í gærkvöldi afar fjölmennan og góðan fund um samgöngumál í Fjarðabyggð. Á fundinum var aðallega rætt um fyrirhuguð jarðgöng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar sem lengi hafa verið í umræðunni en minna orðið úr framkvæmdum. Í kjölfar kreppunnar varð gríðarlegur samdráttur í útgjöldum til vegamála eins og víða annarsstaðar í rekstri ríkisins. Það sést m.a. vel á því að árið fyrir hrun voru um 20 milljarðar settir í nýframkvæmdir í vegamálum en í ár fara rétt um 6 milljarðar til slíkra útgjalda. Í kjölfar efnahagshrunsins voru allar áætlanir um vegaframkvæmdir endurskoðaðar rétt eins og allt annað og erfitt hefur verið að reyna að tímasetja upphaf stærri framkvæmda eins og t.d.

Óborganleg ummæli

Sumt er fyndnara en annað og stundum missir fólk frá sér óborganlegar setningar sem í samhengi hlutana á þeim tíma eru ekkert annað en skemmtilegt innlegg í gráan hversdagsleikann. É man eftir ummælum Valgerðar Sverrisdóttur fyrrverandi ráðherra sem varð svarafátt við spurningum um sölu Landsbankans á sínum tíma og hvort allt hafi farið þar sem til var ætlast.

Harðskeytt áhöfn

Á 35 ára sjómannsferli mínum get ég fullyrt að strákarnir á Kleifaberginu ÓF-2 hafi verið harðskeyttast áhöfnin sem ég var samferða á þeim tíma. Það gekk stundum eitt og annað á og blés oft hressilega þegar mönnum þótti ástæða til að láta í sér heyra. Þeir voru svo sem ekki allir perluvinir eða sammála um lífið og tilveruna. Ekkert frekar en aðir. En þegar á reyndi voru þeir sem einn maður og gengu án nokkurs hiks til þeirra verka sem þurfti að vinna hverju sinni. Það kom aldrei fyrir að skipið væri frá veiðum eða vinnslan stöðvaðist af þeirra sökum.

Hvar eru þeir í dag?

Baldur Guðlaugsson var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu þar til í febrúar 2009. Þá var hann skikkaður í leyfi frá störfum vegna þess að mál hans tengd falli Landsbankans voru til rannsóknar. Baldur reyndi síðan að komast aftur í sitt gamla starf án árangurs. Hann fór í menntamálaráðuneytið um tíma þar til hann lét af störfum.
Sala Baldurs Guðlaugssonar á hlutabréfum sínum í Landsbanka Íslands rétt áður en hann féll eru af mörgum talin vera einu afgerandi viðbrögð þáverandi stjórnvalda til að bregðast við þeim vanda sem þá blasti við.
En hvar ætli Baldur Guðlaugsson væri núna ef ekki hefði verið skipt um ríkisstjórn í landinu? Það mætti spyrja slíkra spurninga um fleiri embættismenn, t.d.

Það er allt að fara til helvítis

Hlustaði á upphaf á þætti Sigurjóns M. Egilsson, Á Sprengisandi, í morgun. Hann sagði að það væri allt að fara til helvítis hér á landi. Við stefnum óðfluga í átt til ævarandi fátæktar, almenns gagnsleysis og til heljar á öllum sviðum. Hann studdi það reyndar engum rökum en flutti mál sitt samt af miklum sannfæringarkrafti. Ekki ólíkur sjónvarpsprédikara í sérstrúarsöfnuði sem sér að framlög til safnaðarins hefa dregist saman og kann þá það eina ráð að hræða fólk til greiðslu.
Ég þekkti mann einu sinni sem var oft frekar svartsýnn á lífið og tilveruna, sérstaklega á morgnanna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS