Holur málflutningur þremenninga

Það hefur ekki farið á milli mála að óróleiki er í ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Samfylkingar eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna ákváðu að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sú afstaða er næst því að lýsa yfir vantrausti á sitjandi ríkisstjórn, á eftir beinni vantraustyfirlýsingu. Þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau fara fram með stóryrðum gagnvart félögum sínum, þ.á m. mér. Undir því er erfitt að sitja og reyndar algjörlega óþarft.

Undarleg afstaða stjórnarþingmanna

Alþingi samþykkti fjárlagafrumvarp næsta árs nú í morgun, með minnsta mögulega mun, 32 atkvæðum af 63. Þrír þingmenn Vinstri grænna studdu ekki frumvarpið, hvorki einstaka liði þess að í heild sinni. Slík framganga stjórnarliða á sér ekki fordæmi og vekur upp spurningar um styrk ríkisstjórnarinnar á einum erfiðustu tímum í sögu lýðveldisins.
En hvað um það. Eins og áður segir þá studdu þau, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, þingmenn Vinstri grænna ekki frumvarpið né nokkra liði þess.

Sjálfstæðismenn afneita skatta fortíð sinni

Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnarflokkana harðlega fyrir skattahækkanir og niðurskurð í útgjöldum ríkisins. Segja þetta bera feigðina í sér og jafnvel dauðann sjálfan, segir Kristján Þór Júlíusson um fjárlagafrumvarpið og vísar þá til skattahækkana og niðurskurðar, sem hann er alfarið á móti.

Nú lagðist stjórnarandstaðan lágt

Í frumvarpi til fjáraukalaga 2010 sem gert var að lögum í dag, lagði meirihluti fjárlaganefndar til að 280 milljónum króna yrði varið til að greiða atvinnulausum desemberuppbót. Slíkt hefur ekki áður verið gert og ekki búist við öðru en þingmenn greiddu þessari góðu tillög atkvæði sitt.
En það var aldeilis ekki þannig. Tillagan var samþykkt með 33 samhljóða atkvæðum meirihlutans á Alþingi en stjórnarandstaðan sat hjá eins og hann lagði sig. Þetta vekur upp spurningar um vinnulagið sem minni hlutinn á þinginu stundar sem flest helst af öllu í því að tillögur stjórnarliða séu allar vondar og ekki þess virði að styðja þær.

Rekstur sendiráða úr böndum undir stjórn Davíðs Oddssonar

Það má lesa eitt og annað skemmtilegt út úr svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um rekstur sendiráða. Í svarinu kemur m.a. fram að mikil fjölgun var á sendiherrum á árunum 2004-2005 eftir að þróun þeirra mála hafði verið í jafnvægi mörg ár þar á undan. Einnig má sjá að á þessum sama tíma jókst rekstarkostnaður sendiskrifstofa um 25% á föstu verðlagi á meðan vísitala neysluverðs stóð svo til í stað. Í svarinu kemur einnig fram að mikil var í starfsmannahaldi utanríkisþjónustunnar á þessu tímabili og að 26 sendiherrar eru á launaskrá ráðuneytisins. Þar af eru 19 við störf á sendiskrifstofum en sjö við störf á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík.

Við borgum eins og venjulega

Stuttu eftir einkavæðingu íslensku bankanna seldi íslenska ríkið Landsbankanum landbúnaðarsjóð landbúnaðarins. Söluverðið var 2,7 milljarðar og rann andvirði sölunnar að stórum hluta til lífeyrissjóðs bænda en það sem eftir stóð, nokkuð hundruð milljónir, var ráðstafað með öðrum hætti að mestu af þáverandi landbúnaðarráðherra. Landsbankinn yfirtók eignir sjóðsins að verðmæti tæplega 14 milljarðar og skuldir á móti sem voru litlu lægri. Skuldirnar voru afhenta nýjum eigendum Landsbankans með ríkisábyrgð. Fleiri slíkar skuldir voru færðar inn í bankann með sama hætti.

Graseigendafélagið eða Flokksrótin?

Flokksráð Vinstri grænna kom saman til fundar um helgina. Flokksráð er æðsta stofnun flokksins milli landsfunda og því er vægi hans allmikið og þau skilaboð sem þaðan koma verð allrar athygli. Á fundinum um helgina voru samþykktar fjölmargar ályktanir um hin ýmsu mál sem hafa fengið allnokkra umfjölun í fjölmiðlun. Mest hefur borið á ályktun varðandi ESB aðild Íslands og fjölmiðlar höfðu gert ráð fyrir því að mikil átök yrðu um það mál á fundinum. Það var öður nær og fundurinn var mjög afdráttarlaus um þetta mál sem önnur. Fyrir fundinum lágu tvær ályktanir, önnur efnislega í þá veru að halda málinu áfram í þeim farvegi sem það hefur verið.

Framsóknarmál af bestu gerð

Framsóknarþingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa lagt fram ákaflega merkilega tillögu á Alþingi. Hún snýr að því að Alþingi skipuð sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaki hvort einstakir þingmenn hafi átt einhvern þátt í búsáhaldabyltingunni veturinn 2008/2009 sem lauk með því að ein óhæfasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hrökklaðist frá völdum með skömm.

Úr tengslum við samfélagið

Sjálfstæðismenn eru í sínum allra besta gír þessa dagana. Til að byrja með lögðu þeir fram tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem var ágætt innlegg í íslenska pólitík. Fyrir það fyrsta skerpur þeir með tillögugerð sinni línurnar með því að sína fram á að enn eru til harðsvíraðir hægrimenn á Íslandi sem eru tilbúnir að standa sína plikt og verja sína hægri stefnu hvernig em heimurinn hvolfist eða fer.

Vill Framsókn komast í ríkisstjórn?

Stjórnarandsstaðan virðist vera að gugna á því að koma að sameiginlegum lausnum jafnt á skuldavanda heimilanna sem og við endurreisn atvinnulífsins. Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins spyr sjálfan sig þess hversvegna í ósköpunum flokkurinn hann ætti að koma til liðs við ríkisstjórnina og þjóðina við þau verk. Sjálfstæðisflokkurinn er jú bara stjórnarandstöðuflokkur og hefur því sem slíkur engar skyldur til að koma að þessum málum að mati Bjarna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS