Úrskurður Kjararáðs

Ákvörðun Kjararáðs um að hækka laun dómara um ríflega 100 þúsund krónur á mánuði er ekki bara óheppileg, heldur algjörlega úr takti við samfélagið og nánast eins og blaut tuska í andlit íslensks launafólks. Rök Kjaradóms virðast byggjast á væli í dómurum undan óhóflegu vinnuálagi vegna fjölda mála sem dómstólum berast í kjölfar hrunsins eins og sjá má í úrskurði dómsins.

Undirskriftasöfnun á netinu

Talsverðar umræður hafa verið um undirskriftasafnanir á netinu að undanförnu. Fyrir skömmu söfnuðust yfir nokkrir tugir þúsunda „undirskrifta“ í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir söluna á HS Orku til Magma.

Mikilvægt að byrja á réttum enda

Í kjölfar þess að tveir nefndarmenn í umhverfisnefnd Alþingis, fyrst Vigdís Hauksdóttir og síðar Ólína Þorvarðardóttir, hafa gengið á dyr undan harðneskjulegri fundarstjórn Marðar Árnasonar, formanns nefndarinnar, geri ég það að tillögu minni að hér eftir byrji formaðurinn alla fundi á því að biðjast afsökunar á væntanlegri framgöngu sinni á fundinum.

kjosum.is

Hópur fólks úr ýmsum flokkum (hefur reyndar eitthvað bæst í hópinn frá því listinn var fyrst birtur í dag) hefur tekið sig saman um að safna undirskriftum gegn því að frumvarp til laga um lausn Icesave-málsins verði samþykkt á Alþingi. Þess í stað vill hópurinn að forseti Íslands endurtaki leikinn frá því í janúar 2010 og setji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nauðsynlegt að gleyma ekki

Ég settist smá stund niður til að horfa á Silfur Egils í dag. Hlustaði augnablik á Gunnar Smára Egilsson en nennti því svo ekki og fór að gera eitthvað skemmtilegra. En slökkti ekki á sjónvarpinu, sem ég hefði átt að gera, því skyndilega barst kunnugleg rödd Bessastaðabóndans úr viðtækinu – og ég settist aftur niður. En stóð svo fljótlega upp aftur.

Kjördæmavika þingmanna

Þingmenn NA-kjördæmis hafa nýtt vikuna vel heima í kjördæmi. Vikan hófst á fundahöldum með stjórn Eyþings á Akureyri á mánudaginn auk þess sem fundað ver með bæjarstjórn Akureyrar og fleiri aðilum í bænum. Um kvöldið var síðan fundað á Dalvík eins og sagt er frá hér að neðan. Þriðjudagurinn var síðan nýttur áfram á Dalvík áður en leikar bárust yfir til Fjallabyggðar,Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, þar sem farið var í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir. Síðar um kvöldið var svo góður 30 manna fundur á Siglufirði þar sem stjórnmálin voru rædd fram og til baka. Á miðvikudaginn var síðan farið til Húsavíkur þar sem þingmennirnir heimsóttu fjölda vinnustaða og stofnana yfir daginn.

Allir í bíó!

Miðvikudagskvöldið 2. febrúar verður íbúum Fjallabyggðar boðið á heimafrumsýningu heimildarmyndarinnar um Roðlaust og beinlaust. Myndin verður sýnd í Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst sýningin kl. 20:00.

Myndin hefur verið sýnd í Bíó Paradís í Reykjavík í nokkra daga og fengið jafnt góða aðsókn sem jákvæða umfjöllun enda er hér um bráðskemmtilega mynd að ræða sem allir ættu að sjá.

Þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu?

Þarf að breyta lögum um stjórn fiskveiða?
Já, þess þarf án nokkurs vafa. Stjórnkerfi fiskveiða, sk. kvótakerfi hefur klofið þjóðina í tvær andstæðar fylkingar á síðustu áratugum og ekkert sem bendir til þess að þær deilur verði til lykta leiddar nema sanngjarnar breytingar verði gerðar á lögunum.
Hverju þarf þá að breyta?
Það þarf að vera algjörlega skýrt og hafið yfir allan vafa að fiskistofnarnir við landið eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Spurt og svarað

Samfylkingin hélt flokksráðsfund um helgina sem hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum. Að venju hnýtti forsætisráðherrann í samstarfsfólk sitt í ríkisstjórn sem er að verða frekar að venju en undantekningu á samkomum Samfylkingarinnar.

Frumsýning á heimildarmynd um Roðlaust og beinlaust

Í kvöld, fimmtudaginn 27. janúar, verður frumsýnd ný heimildarmynd um hina bráðskemmtilegu sjómannahljómsveit, Roðlaust og beinlaust, sem skipuð er áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS