Allir í bíó!

Miðvikudagskvöldið 2. febrúar verður íbúum Fjallabyggðar boðið á heimafrumsýningu heimildarmyndarinnar um Roðlaust og beinlaust. Myndin verður sýnd í Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst sýningin kl. 20:00.

Myndin hefur verið sýnd í Bíó Paradís í Reykjavík í nokkra daga og fengið jafnt góða aðsókn sem jákvæða umfjöllun enda er hér um bráðskemmtilega mynd að ræða sem allir ættu að sjá.

Þarf að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu?

Þarf að breyta lögum um stjórn fiskveiða?
Já, þess þarf án nokkurs vafa. Stjórnkerfi fiskveiða, sk. kvótakerfi hefur klofið þjóðina í tvær andstæðar fylkingar á síðustu áratugum og ekkert sem bendir til þess að þær deilur verði til lykta leiddar nema sanngjarnar breytingar verði gerðar á lögunum.
Hverju þarf þá að breyta?
Það þarf að vera algjörlega skýrt og hafið yfir allan vafa að fiskistofnarnir við landið eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Spurt og svarað

Samfylkingin hélt flokksráðsfund um helgina sem hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum. Að venju hnýtti forsætisráðherrann í samstarfsfólk sitt í ríkisstjórn sem er að verða frekar að venju en undantekningu á samkomum Samfylkingarinnar.

Frumsýning á heimildarmynd um Roðlaust og beinlaust

Í kvöld, fimmtudaginn 27. janúar, verður frumsýnd ný heimildarmynd um hina bráðskemmtilegu sjómannahljómsveit, Roðlaust og beinlaust, sem skipuð er áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2.

Orustan um Ísland

Mikil átök hafa átt sér stað víða um þjóðfélagið allt frá hruni. Átökin hafa staðið á milli sérhagsmuna og þjóðarhagsmuna. Á milli þeirra sem vilja verja gamla Ísland og hinna sem vilja búa til betra samfélag en það sem leiddi til hrunsins. Þessi átök kristallast m.a. í þeim pólitískum áttökum sem fram fara á Alþingi um framtíðarlandið Ísland, samfélagið sem byggt verður úr rústum hrunsins og stjórnskipan íslenska lýðveldisins. Það mátti vel greina hinar pólitísku átakalínur í umræðum um stjórnlagaþing á Alþingi í gær.

Davíð á trúnó

Davíð Oddsson fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokkssin, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi Seðlabankastjóri segir í viðtali við Viðskiptablaðið að Englandsbanki hafi ekki ætlað að gera þá kröfu að innstæður á Icesave-reikningunum yrðu endurgreiddar af íslendingum. Vitnar hann þar til símtals sem hann átti við Mervyn King bankastjóra Seðlabanka Bretlands og á að hafa lofað slíku fyrir hönd Breta. Davíðs segist hafa orðið þakklátur þeim breska greiðanum.
Árni M.

Saklaus þar til sekt er sönnuð

Maður nokkur hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni fyrir að hafa borið það upp á fólk að vera framsóknarmenn.
Við skulum muna í þessu sambandi sem öðrum að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.
En hver ætli refsingin sé við slíkum glæp?

Óboðnir gestir í Gaukshreiðrinu

Sem þingmaður er ég er með skrifstofu á sjöttu hæð Moggahallarinnar gömlu við Aðalstræti 6 í Reykjavík, sem farið er að kalla Gaukshreiðrið einhverra hluta vegna. Það þótti kindarlegt í meira lagi svona í ljósi sögunnar, að það yrðu örlög Vinstri grænna að þurfa að koma sér fyrir í gamla vígi Moggans sem ekki hefur beinlínis verið vinsamlegur íslenskum vinstrimönnum í gegnum tíðina þó það sé hjómið eitt í samanburði við það sem er í dag.

Sjávarútvegsmálin rædd

Umræða um sjávarútvegsmál hefur verið áberandi að undanförnu. Á fjölmennum fundi stjórna félaga Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík sem haldin var á Grand Hótel voru þessi mikilvægu rædd frá sjónarhóli þeirra sem leggjast gegn tillögum sáttanefndarinnar sem sjávarútvegsráðherra fól að móta nýja stefnu í málaflokknum. Stjórnir félaganna afhentu síðan þingflokksformönnum stjórnarflokkana ályktun sína um málið í dag sem að mörgu leiti er athyglisverð.

Nýja lýðræðislega sannfæringarbandalagið?

Rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaflokks yst á sannfæringarvængnum í íslenskri pólitík. Eftir því sem mér skilst er málið komið á nokkurn rekspöl og má vænta frekari frétta af gangi málsins innan tíðar.
Ég hef fengið í hendur drög að samþykktum hins nýja félags sem mér skilst að hafi verið rædd á undirbúningsstofnfundi fyrir skömmu.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS