Klárum Icesave-málið núna

Þeir eru til sem halda því fram að íslendingar hagnist á hverjum degi á því að semja ekki um Icesave-skuldirnar sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Því er nánast haldið fram að peningarnir streymi í ríkissjóð vegna þeirra tafa sem hafa orðið á málinu. Með áframhaldi töfum mætti jafnvel ætla að Ísland verði ekki bara skuldlaust land eftir skamma hríð heldur í hópi auðugustu ríkja heims, ef marka má máflutning þeirra sem ekki vilja leiða málið til lykta. Svo eru þeir til sem telja að sá dráttur sem orðið hefur á lausn málsins hafi skaðað samfélagið, tafið endurreisn efnahagslífsins, skert lífskjör og hindrað atvinnusköpun. Í þeim hópi eru m.a.

Ný hugmyndafræði við stjórn fiskveiða

Niðurstaða starfshóps um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða liggur nú fyrir. Tilgangur með skipun hópsins var að skilgreina helstu álitaefni sem fyrir eru í löggjöfinni, láta vinna nauðsynlegar greiningar og leggja fram valkosti til úrbóta. Markmiðið var að leggja grunn nýrri og betri löggjöf sem skapaði sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt verði um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.

Vel skipað í pláss

Guðbjartur Hannesson tók við ráðherraembætti í morgun, og það engu smá ráðuneyti. Honum var falið nýtt ráðuneyti, heilbrigðis- félags- og tryggingarmálaráðuneyti og annast sameiningu þeirra ráðuneyta sem til þarf og alls undibúnings til þess að þetta mikilvæga ráðuneyti verði sem best úr garði gert. Þetta er mikið verk og ekki á valdi hvers sem er að höndla slík mál svo vel fari. Þess vegna er það mikið gleðiefni að Guðbjarti Hannessyni hafi verið falið verkið. Undanfarið ár hef ég átt mikið og náið samstarf við Guðbjart í tengslum við störf mín á Alþingi. Strax í byrjun kjörtímabilsins lágu leiðir okkar saman í fjárlaganefnd, hann sem formaður og ég sem varaformaður.

Gleðilegt nýtt fiskveiðiár!

Nýtt fiskveiðár hefst í dag 1. september. Það fór svo sem ekki mikið fyrir hátíðarhöldum af því tilefni frekra en oft áður. Þó er yfir ýmsu að fagna í sjávarútveginum sem ekki hefur verið áður. Verðmæti sjávarafla hefur stóraukist á undanförnu ári og afkoma fyrirtækja og sjómanna hefur batnað verulega. Sama á við um mörg sveitarfélög þar sem sjávarútvegurinn hefur mikið vægi í tekjum og almennum umsvifum.

Félagi Össur!

Félagi Össur er pólitískur ástríðumaður og er að auki skemmtilegur stjórnmálamaður og húmoristi af bestu gerð, eins og ég hef áður haldið fram. Fáir stjórnmálamenn búa yfir þeim eiginleikum sem Össur prýða og þeir sem standa honum jafnfætis eru flestir í Vinstri grænum.

Auðvitað er það rétt hjá félaga utanríkisráðherra, að þingsályktunartillaga um að draga ESB umsókn til baka er óvenju vitlaus en um leið frábært tækifæri til að lífga upp á annars bragðdauft þing sem við eigum ekki að láta fram hjá okkur fara.

Ef tillagan verður samþykkt þá getum við tekið hana fyrir aftur næsta haust og ef hún verður fellt – nú þá tökum við hana sömuleiðis aftur fyrir næsta haust og svo koll af kolli. Þetta gæti orðið skemmtilegt. Aðalatriðið er þó það að Össur Skarphéðinsson sé til staðar þegar þessi árvissi atburður á sér stað á þinginu því án hans má búast við tómum leiðindum.

ESB-umsókn

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnra skrifar pistil á bloggsíðu sinni um ESB-umsóknina. Hann er þeirrar skoðunar að Alþingi eigi sem fyrst að afgreiða þingályktunartillögu sem borin hefur verið upp að Ísland dragi umsókn sína til baka. Ég er sammála Merði Árnasyni í þessu máli. Umrædd þingsályktunartillaga virðist njóta einhvers stuðnings á þinginu enda borin upp af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Samfylkingar.

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Í dag var Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði settur í fyrsta skipti. Tilurð skólans á sér langan aðdraganda sem bæði var lengri og torsóttari en flestir töldum að yrði og um tíma leit út fyrir að framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð væri lítið annað en draumur sem ekki var ætlað að rætast. Því er heldur ekki að neita og rétt að halda því til haga að nokkurar tregðu hefur gætt við stofnun þessa skóla úr ýmsum áttum í gegnum árin, jafn innan skólasamfélagsins sem og á hinum pólitíska vettvangi.

Gömul færsla um umdeilt mál

Ég byrjaði að blogga – eins og það er kallað – árið 2002 og hef síðan skrifað ríflega tvö þúsund færslur um alla skapað hluti. Bæjarmálin í Ólafsfirði voru fyrirferðamikil eins og gefur að skilja enda stóð ég talsvert nálægt þeim málum. Fótbolti tók um tíma sitt pláss enda úrvalsefni sem kallar oft á skjót og skemmtileg viðbrögð. Mest hef ég samt skrifað um stjórnmál frá ýmsum sjónarhornum.

Samstarf Íslands og AGS

Til að byrja með er ágætt að hafa eftirfarandi á hreinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var kallaður til hingað til lands af ríkisstjórn Geirs H. Haarde haustið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. Vinstri græn voru andsnúin þeirri ráðstöfun og töldu m.a. að frekar ætti að leita aðstoðar til vinaþjóða okkar á Norðurlöndunum áður en AGS væri kallaður til. Samstarf við AGS var hafið þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við stjórn landsins og unnið var að því að ná tökum á efnahagsmálunum í samstarfi við sjóðinn.

Aðeins meira um kirkjuna

Ég sé að færsla mín um kirkjuna hér að neðan hefur fengið talsverð viðbrögð. Til að byrja með er ágætt að hafa nokkra hluti á hreinu í þeirri umræðu frá minni hálfu.

Ég ber hlýjan hug til kirkjunnar fólks. Ég hef notið ágætrar þjónustu hjá kirkjunni á ýmsum sviðum. Börnin mín hafa verið skírð og fermd í kirkju og ég hef fylgt ættingjum og vinum til grafar og eitt barna minna var jarðsungið í kirkju. Ég er ekki tíður kirkjugestur en fer þó líklega oftar en margur mér „trúaðri“ á ýmsar athafnir á hennar vegum. Hef oftar en einu sinni haldið tónleika í kirkju og enn oftar hlýtt þar á góða tónlist.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS