Ný frétt: Ísland er að verða gjaldþrota!

Þór Saari, sem að öllu jöfnu er með bjartsýnni mönnum, spáir því að Ísland sé að verða gjaldþrota. Sem betur fer rættist ekki varfærin spá hans árið 2009  um að verið væri að innlima Ísland í Parísarklúbbinn eftirsótta og því síður að Ísland væri á leiðinni með að segja til sveitar.
En nú er það svart. Ísland er á leiðinni í gjaldþrot, segir Þór Saari.
Ég held ég sofi á þessu.

Óreiðumennirnir borga

Ég sagði frá því í færslu hér á síðunni fyrir nokkrum dögum að líklega væri hlutabréfaeign þrotabús Landsbanka Íslands vanmetin. Vísaði ég til þess að í eignarmati væru þær metnar á 117 milljarðar á sama tíma og tilboði í hlut búsins í verslunarkeðjunni Iceland upp á 200 milljarða hefði verið hafnað.

Hin leiðin

Portúgal þarf á neyðarláni að halda til að koma í veg fyrir algjört hrun í efnahagslífi landsins. Ríkið hefur þegar aflað sér hárra upphæða með skuldabréfaútgáfu með gríðarlegum lántöku kostnaði.  Ávöxtunarkrafa þeirra bréfa voru á milli 5 og 6 prósent sem er nærri tvöfalt meira krafa en gerð var fyrir nokkrum vikum. Til samanburðar má benda á að vextir af Icesave-samningnum er meira en tvöfalt lægri en það sem Portúgölum býðst.
Portúgalska leiðin er hin leiðin sem okkur stendur til boða.
Okkar er valið.

Hvað vissi Sigmundur Davíð?

Allt frá árinu 2008, fyrir hrun, voru íslensk stjórnvöld að leita leiða til að til að lágmarka skaðann  vegna Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi. Eftir fall íslensku bankanna hafa allir núverandi og þáverandi formenn íslenskra stjórnmálaflokka lýst yfir vilja sínum til samninga. (Hreyfingin er víst ekki stjórnmálaflokkur). Þetta á við um Geir H. Haarde, Bjarna Benediktsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrím J. Sigfússon, Jón Sigurðsson og Valgerði Sverrisdóttur. Þeim til viðbótar eru svo allir ráðherrar sem hafa setið í ríkisstjórn frá þessum tíma og flestir stuðningsmenn þeirra stjórna á Alþingi.
En hvað með Sigmund Davíð Gunnlaugsson?

Lengi von á einum!

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið sér stöðu með nei-fólkinu í Icesave. Þetta kom svo sannarlega á óvart. Sagt er að hann hafi ekki tekið krónu fyrir yfirlýsinguna. Hún sé ókeypis framlag prófessorsins til lausnar á afleiðingum íslenska efnahagsundursins. Eða er eitthvað ókeypis?

Eignir Landsbankans vanmetnar

Eins og allir vita snúast samningarnir um Icesave-málið um að skuldin verði greidd með eignum þrotabús Landsbankans. Andstæðingar þess að leysa málið með samningum halda því m.a. fram að mikil óvissa sé um virði eigna búsins og því sé veruleg áhætta fólgin í því að þær standi undir því sem þær eiga að gera. Fátt er fjarri sanni.
Í Fréttablaðinu í dag er afar góð fréttaskýring um málið og mat á eignum þrotabús gamla Landsbanka Íslands.

Er verið að selja íslensk börn í ánauð til útlanda?

Ég heyrði auglýsingu í útvarpinu í morgun sem gerði mér bylt við. Í henni segir Egill Ólafsson, söngvari, leikari og alt muligt man, frá því að hann muni segja nei við Icesave vegna þess að með því sé verið að selja íslensk börn í ánauð til útlanda líkt og gert var á fimmtándu öld. Auglýsingin hljómar svona:
„Samkvæmt annálaskrifum voru íslensk börn seld í ánauð til námuvinnu á Bretlandseyjum á fimmtándu öld. Það er engin ástæða til að endurtaka áþekka framkomu gagnvart börnum framtíðar. Þess vegna segi ég nei við Icesave.

Áhrif niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Mjög ítarleg greining hefur verið gerð á áhrifum þess að samþykkja lögin um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi.
Í stuttu máli sagt felst í samþykkið í því að samningur íslensku samninganefndarinnar undir forystu Lee Buchheit taks gildi sem þýðir að eignir Landsbankans standa nánast undir allri skuldbindingu Tryggingasjóðs innstæðueiganda og fjárfesta vegna málsins. Forsenda samningana er að eignir bankans standi undir skuldinni en nú þegar eru í hendi eignir sem munu duga fyrir 90% skuldarinnar.

Furðuleg framganga fyrrum ráðherra og sendiherra

Lee Buchheit hélt góðan fyrirlestur um Icesave-samningana í Háskólanum á Akureyri í gær. Um 200 manns sóttu fundinn sem var bæði upplýsandi og bauð upp á gott tækifæri fyrri áhugasama til að kynna sér þetta mikilvæga mál. Á fremsta bekk sat fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra sjálfstæðisflokksins og var mikið niðri fyrir. Efst í hans huga var hver kostaði Lee Buchheit norður í land til að ræða þetta mál og beindi hann þeirri spurningu til formanns samningarnefndarinnar hvort hann gengi erinda ríkisstjórnarinna þar nyrðra.

Ofurstyrkir til sjálfstæðisflokksins

Þess var minnst á Alþingi að nú eru rétt tvö ár liðin frá því að upp komst um risa styrki til sjálfstæðisflokksins frá stórfyrirtækjum í landinu. Það uppgötvaðist gerðist með þeim hætti að í lok mars 2009 birti Ríkisendurskoðun lögum samkvæmt úrdrátt úr ársreikningum íslenskra stjórnmálaflokka og kom þá í ljós að sjálfstæðisflokkurinn hafði þegið háa styrki frá fyrirtækjum sem stangaðist á við lög um fjármál fyrirtækja.
Í kjölfarið fór fram frekari skoðun á fjármálum sjálfstæðisflokksins og kom þá í ljós að flokkurinn hafði þegið styrki frá stórfyrirækjum upp á tugi milljóna króna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS