Don Kí-Saari

Þór Saari þingmaður Hreyfingarinna komst í fréttirnar um daginn þegar hann hélt því fram að ríkisstjórnin gerði í því að koma sér upp ímynduðum grýlum í efnahagsmálum, til þess eins að geta síðan sagst að tekist hefði að fella þær. „Engu líkara sé en að þau berjist við vindmyllur einsog Don Kíkóti forðum daga“, sagði þingmaðurinn og sagði furðulegt að fylgjast með þessu leikriti ríkisstjórnarinnar.
Nú veit ég ekki í hvaða sápuóperu Þór Saari lifir eða hvaða þáttaröð í en hitt veit ég að þjóðin hefur ekki verið að taka þátt í illa skrifuðu leikriti síðustu árin.

Sjálfstæðisflokkurinn hrekkur úr gír

Í byrjun kjörtímabilsins var skipaður fjölmennur hópur hagsmunasamtaka og fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Sá hópur skilaði af sér ítarlegum tillögum um framtíðarskipan þeirra mála og benti á lausnir á ýmsum ágreiningsmálum sem uppi hafa verið í sjávarútvegi. Skýrsluna má finna hér.
Fulltrúi sjálfstæðisflokksins í hópnum var Einar Kristinn Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og þingmaður flokksins.

Pólitískt ofmat

Mér finnst Ólöf Nordal varaformaður sjálfstæðisflokksins vera skemmtilegur þingmaður og meina það í fullri alvöru. Svo segir hún oft svo skemmtilega hluti. Allir muna eftir því þegar hún sagði Rannsóknarskýrslu Alþingis vera að þvælast fyrir sjálfstæðismönnum og ekki síður þegar hún sagði það svo sannarlega óvenjulegt að formaður sjáflstæðisflokksins tæki þjóðarhagsmuni framar hagsmunum flokksins. Nú bætir hún einum skemmtilegum ummælum í safnið sitt og nú um viðbrögð matsfyrirtækja við niðurstöðu Icesav-kosninganna á dögunum: Eftirfarandi setning hlýtur að teljast með betri gullkornum þess ömurlega máls: „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart.

Helvítis ríkisstjórnin

Hvergi á vestrænu bóli fór efnahagslífið jafn rækilega um koll eins og á Íslandi. Allar ríkisstjórnir og öll stjórnvöld frá þeim tíma hafa síðan verið að hamast við að koma landinu aftur á réttan kjöl og lágmarka skaðan sem hrunið olli íslenskum almenningi, fyrirtækjum og ríkisbúskapnum.
Í hvert skipti sem mikið liggur við og virkilega þarf að taka á, kemur þessi náungi hinsvegar alltaf hlaupandi upp á dekk og hrópar: HELVÍTIS RÍKISSTJÓRNIN.
Ætli einhver sé að hlusta á hann?

Umsátrið um Ísland

Viðbrögð innfæddra við utan að komandi gagnrýni frá framandi löndum er í réttu samhengi við það sem áður gerðist af sama tilefni. Eins og einhverjir muna örugglega brugðust íslensk stjórnvöld og íslenskur almenningur við slíku áreiti með því að úthúða og hæðast að þeim sem dirfðust að gagnrýna eða efast um ágæti landans í hverju sem var. Íslensk stjórnvöld lögðust í ímyndarherferð fyrir landið, reyna að útskýra fyrir öðrum að hlutirnir væru allt öðruvísi en allir aðrir en við sögðum þá vera. Almenningur (flestir en ekki allir) grillaði á kvöldin og græddi á daginn og gaf öllum gagnrýnendum fingurinn.

Glöggt er gests augað …

Uffe og Lykketoft um Ísland.

Hversu skaðlegur er forsetinn?

Eins og allir vissu og vita sem vilja, stefndi allt í það að eignir þrotabús Landsbankans myndu standa undir Icesave-ósómanum. Ein verðmætasta eign búsins er verslunarkeðjan Iceland Foods í Bretlandi en þrotabúið á tæplega 70% í keðjunni.

Ræfillinn ég

Um námsferli minn: Að gefnu tilefni.
Ég gekk í barnaskóla Ólafsfjarðar og síðan Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar en lauk svo skyldunámi endanlega frá Siglufirði árið 1976 (það voru einhverjir samstarfserfiðleikar milli mín og skólayfirvalda í Ólafsfirði á þessum tíma).
Tók bílpróf 17 ára – en missti það fljótlega aftur tímabundið vegna umferðalagabrota.

Ferskur ESB fiskur unnin á Íslandi

Hlýtur þetta ekki að teljast til góðra frétta í sjávarútvegi? Fiskur af erlendum miðum unnin á Íslandi.
Það er reyndar ekki svo langt síðan fiskur af erlendum miðum var unnin í íslenskum fiskvinnsluhúsum. Rússneskir togarar lönduð talsverðu magni af heilfrystum þorski hér á sínum tíma sem var þíddur upp, unninn og seldur úr landi. Þessi fiskur var veiddur í Barentshafi og skipti talsverðu máli hér á landi eins og sjá má í fréttum frá þeim tíma.

Þrjár ljótar fréttir

Helgin hefur verið uppfull af ljótum fréttum sem þó gefa ágæta mynd af þeirri pólitísku orustu sem á sér stað um Ísland. Til að byrja með heimtuðu Samtök atvinnulífsins að þeir stjórnarflokkar sem samtökin hafa stutt hvað mest í gegnum árin yrðu kallaðir til valda aftur í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. SA menn hafa vanist því í gegnum árin að hafa haft tryggan aðgang að stjórnvöldum og ráðskast með þau að eigin vild. Sá tími er nú liðin eins og SA er að átta sig á. Sjaldan eða aldrei hafa Samtök atvinnulífsins komið fram svo grímulaus eða berað sig jafn rækilega og þau gera nú.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS