Þrjár ljótar fréttir

Helgin hefur verið uppfull af ljótum fréttum sem þó gefa ágæta mynd af þeirri pólitísku orustu sem á sér stað um Ísland. Til að byrja með heimtuðu Samtök atvinnulífsins að þeir stjórnarflokkar sem samtökin hafa stutt hvað mest í gegnum árin yrðu kallaðir til valda aftur í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. SA menn hafa vanist því í gegnum árin að hafa haft tryggan aðgang að stjórnvöldum og ráðskast með þau að eigin vild. Sá tími er nú liðin eins og SA er að átta sig á. Sjaldan eða aldrei hafa Samtök atvinnulífsins komið fram svo grímulaus eða berað sig jafn rækilega og þau gera nú.

Smávegis um vinnubrögð

Er Vinstrihreyfingin grænt framboð klofinn flokkur? Svo spurði þáttastjórnandi á RÁS 2 Ásmund Einar Daðason fyrrverandi þingmann flokksins. Sá hélt nú það án þess að þurfa að rökstyðja það neitt sérstaklega. Staðreyndin er þó hinsvegar sú að öll flokksfélög Vinstri grænna sem á annað borð hafa látið í sér heyra, hafa lýst yfir stuðning við þingflokk Vinstri grænna og áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. Flestar ef ekki alltaf þær yfirlýsingar má sjá á vef flokksins, t.d.

Vinur eða vá!

Sagt er að þrír fyrrum félagar mínir í pólitík stefni á að stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
Og ég sem hélt að þetta væri „óvinurinn“.

Tímamótaræða!

Hér er ræðan sem ég flutti um vantrauststillögu sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag:

Forseti
„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru enginn prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Með leyfi forseta vitan ég til orða Styrmis Gunnarssonar eins valdamanns sjálfstæðisflokksins þar sem hann lýsir þeim samfélagsafleiðingum sem urðu eftir 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins.
Þetta eru bestu rökin fyrir því að fella þá traustsyfirlýsingu sem sjálfstæðisflokkurinn fer fram á að Alþingi veiti flokknum hér í dag.
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.

Sjálfstæðisflokkurinn biður þingið um traustsyfirlýsingu

Sjálfstæðisflokkurinn er spilltasti stjórnmálaflokkur í sögu lýðveldisins. Fingraför hans eru út um allt samfélagið. Flokksmenn hans í ábyrgðastöðum eru dæmdir fyrir misferli og fyrrverandi formaður hans bíður dóms fyrir Landsdómi, fyrstu stjórnmálamanna. Mál tveggja fyrrverandi ráðherrar flokksins ásamt einum ráðuneytisstjóra úr þeirra röðum, vegna misbeitingu valds, var flutt fyrir Hæstarétti Íslands á dögunum. Þingmenn flokksins hafa orðið uppvísir að því að þiggja háar greiðslur frá stórfyrirtækjum í landinu.

Vorið er að koma, verið jákvæð!

Danske bank hefur ekki unnið skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fjörugur ár. Ástæðan er sú að stjórn efnahagsmála hér á landi verðskuldaði ekki faglega umfjöllun og tíma bankans og fjármunum betur varið í önnur mál. En nú hefur það breyst og Dansek bank birtir nú skýrslu stöðu  sem kynnt var á fundi í morgun. Þar kemur fram að Danske bank telur að verulegur árangur hafi náðst við stjórn efnahagsmála hér á landi frá hruni, þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og full ástæða sé til bjartsýni hvað það varðar verði áfram haldið á sömu braut.

Borubrött stjórnarandstaða - án innistæðu

Fjármálaráðherra svaraði í dag fyrirspurn minni um annarsvegar kostnað við einkavæðingu Landsbanka Íslands á sínum tíma og hinsvegar um kostnað við síðasta Icesave-samninginn sem felldur var í atkvæðagreiðslu um helgina. Í stuttu máli er beinn kostnaður vegna nýja samningsins ríflega 369 milljónir og framreiknaður kostnaður við einkavæðingu Landsbankans 334 milljónir króna.

Bjarni treystir á stjórnarmeirihlutann

Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins er í pólitískum vanda staddur. Hann tók þá djörfu ákvörðun að styðja Icesave-málið á þingi og gerði þannig m.a. tilraun til að leiða flokkinn inn í nýja tíma, undan pólitísku oki fortíðarinnar. Það tókst ekki. Bjarni varð undir í baráttunni við gömlu forystusveit flokksins, harðlínumannanna, sem enn virðast hafa ótrúlegt tök á flokknum og flokksmönnum. Ef einhver þarf að endurnýja pólitískt umboð sitt í kjölfar kosninganna þá er það formaður sjálfstæðisflokksins.

Forsetinn - fjölmiðlar og ruglið

Forseti Íslands segir að viðhorf  ýmsa fjölmiðla ráði mestu um hver viðbrögð annarra ríkja verði við Icesave-málinu. Allir vita að forseti Íslands nærist á fjölmiðlaumfjöllun og þrífst ekki utan þeirra kastljóss.
Samskipti þjóða fara hinsvegar ekki í gegnum ritstjórnir fjölmiðla, hvorki þessa hér, eða þessa hér og hvað þá þessa hér – sama hvað forseti Íslands heldur um það.
Líklega hefur forsetinn ekki ruglað jafn mikið um þetta mál og á fréttamannafundinum á Bessatöðum í dag. Er þó af nógu að taka.
 

Bjarni: Flokkurinn skiptir öllu máli

Bjarni Benediktsson á Bygjunni í morgun:
"Flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrir undir minni stjórn. Það er það sem skiptir mig öllu máli, það er staða flokksins."

Skýrara getur það varla verið.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS