Forsetinn - fjölmiðlar og ruglið

Forseti Íslands segir að viðhorf  ýmsa fjölmiðla ráði mestu um hver viðbrögð annarra ríkja verði við Icesave-málinu. Allir vita að forseti Íslands nærist á fjölmiðlaumfjöllun og þrífst ekki utan þeirra kastljóss.
Samskipti þjóða fara hinsvegar ekki í gegnum ritstjórnir fjölmiðla, hvorki þessa hér, eða þessa hér og hvað þá þessa hér – sama hvað forseti Íslands heldur um það.
Líklega hefur forsetinn ekki ruglað jafn mikið um þetta mál og á fréttamannafundinum á Bessatöðum í dag. Er þó af nógu að taka.
 

Bjarni: Flokkurinn skiptir öllu máli

Bjarni Benediktsson á Bygjunni í morgun:
"Flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrir undir minni stjórn. Það er það sem skiptir mig öllu máli, það er staða flokksins."

Skýrara getur það varla verið.

Þjóðarviljinn er skýr

Niðurstaða kosninga er yfirlýsing um þjóðarvilja. Þannig ber þjóð hverju sinni ábyrgð á afleiðingum kosninga. Þjóð fær því alltaf það sem hún á skilið í kosningum.
 


Eða hvað?

Ólafur Ragnar segir JÁ!

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur þegar lýst afstöðu sinni til samningsins sem kosið er um í dag. Samkvæmur sjálfum sér hefur hann því sett X-ið við í morgun.

Vigdísar Finnbogadóttur er hvergi getið í Rannsóknarskýrslu Alþingis

Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands um afstöðu hennar til Iceasve-málsins hefur vakið mikil viðbrögð. Vigdís tók afstöðu til málsins af vel yfirlögðu ráði eins og hún er þekkt fyrir að gera í öllum málum. Vigdís Finnbogadóttir var vinsæl og virt í embætti sínu sem forseti og nýtur þeirrar virðingar og vinsælda enn þann dag í dag. Það hefur Vigdís áunnið sér enda var hún farsæl og heil í sínum störfum og bar hag Íslands og íslendinga ævinlega fyrir brjósti sér sem nú.

Skynsemi Vigdísar gegn yfirstéttar hrokanum

Í dag lýstu þrír þjóðkunnir einstaklingar yfir afstöðu sinni til Icesave-málsins. Fyrst var það yfirstéttarkonan Eva Joly sem hvetur til þess að íslendingar felli samninginn og sjái svo til hvað gerist í framhaldi af því. Eva Joly var fengin hingað til lands til að aðstoða við rannsókn á hruninu og veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf við að elta uppi svikagengið sem fór ránshendi um þjóðfélagið. Það er hennar fag og í því er hún góð. Hún þarf hinsvegar ekki að búa við þau lífsskilyrði sem hljótast af því a fylgja ráðum hennar.

Kostnaður stjórnarandstöðunnar vegna Icesave-málsins

Stjórnarandstaðan hneykslast á miklum kostnaði við lausn Icesave-deilunnar sem þeir hafa reynt að gera tortryggilegan á allan hátt. Gefið er í skyn að Lee Buchheit sé sérstakur sendisveinn fjármálaráðuneytisins í málinu og aðrir samninganefndarmenn gangi erinda annarra en íslensku þjóðarinnar. En hver er raunin þegar betur er að gáð?
Í byrjun árs 2010 var skipuð ný samninganefnd í Icesave-málninu. Að kröfu stjórnarandstöðunnar á þingi var Lee Buchheit, amerískur lögmaður, fenginn til að leiða nefndina enda sagður vera einn fremsti samningamaður heims. Eftir þessu hafði verið kallað í umræðum á þingi af öllum fulltrúum stjórnarandstöðunnar í umræðum um málið haustið 2009.

Ný frétt: Ísland er að verða gjaldþrota!

Þór Saari, sem að öllu jöfnu er með bjartsýnni mönnum, spáir því að Ísland sé að verða gjaldþrota. Sem betur fer rættist ekki varfærin spá hans árið 2009  um að verið væri að innlima Ísland í Parísarklúbbinn eftirsótta og því síður að Ísland væri á leiðinni með að segja til sveitar.
En nú er það svart. Ísland er á leiðinni í gjaldþrot, segir Þór Saari.
Ég held ég sofi á þessu.

Óreiðumennirnir borga

Ég sagði frá því í færslu hér á síðunni fyrir nokkrum dögum að líklega væri hlutabréfaeign þrotabús Landsbanka Íslands vanmetin. Vísaði ég til þess að í eignarmati væru þær metnar á 117 milljarðar á sama tíma og tilboði í hlut búsins í verslunarkeðjunni Iceland upp á 200 milljarða hefði verið hafnað.

Hin leiðin

Portúgal þarf á neyðarláni að halda til að koma í veg fyrir algjört hrun í efnahagslífi landsins. Ríkið hefur þegar aflað sér hárra upphæða með skuldabréfaútgáfu með gríðarlegum lántöku kostnaði.  Ávöxtunarkrafa þeirra bréfa voru á milli 5 og 6 prósent sem er nærri tvöfalt meira krafa en gerð var fyrir nokkrum vikum. Til samanburðar má benda á að vextir af Icesave-samningnum er meira en tvöfalt lægri en það sem Portúgölum býðst.
Portúgalska leiðin er hin leiðin sem okkur stendur til boða.
Okkar er valið.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS