Frábær Gísli Marteinn!

Mikið asskoti er Gísli Marteinn orðinn góður sjónvarpsmaður. Ég hafði eiginlega aldrei hugsað út  í það eða haft á því skoðun fyrr en síðastliðið föstudagskvöld þegar ég horfði á þáttinn hans á RÚV. Hann er kominn í sama klassa og Gestur Einar, Margrét Blöndal, Óli Palli, Lísa Páls, Leifur Hauks, Svanhildur Jakobsdóttir, Hemmi Gunn og allir hinir sem hafa gert líf okkar hinna skemmtilegra í gegnum útvarp og sjónvarp síðastliðna áratugi. Vonandi á hann eftir að halda lengi áfram að þjóna okkur með þáttum sínum á RÚV.
Þvílík snilldarhljómsveit sem svo Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, er og hefur verið. Það kom berlega í ljós í þættinum á föstudaginn þegar þeir minntust látins félaga síns með dásamlegu lagi Valgeirs Guðjónssonar. Þjóðin öll syrgði með hljómsveitinni sinni og jafnvel harðir norðlenskir naglar urðu meyrir um stund.
Aldeilis frábært allt saman!