Skammtíma-Jón

Jón Gunnarsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, er ötull talsmaður skammtímalausna í atvinnu- og efnahagsmálum. Hann leggur nú til að meira verði veitt af þorski en ráðlagt er að gera í þeim tilgangi að afla ríkissjóði tekna. Hann færir þau rök fyrir tillögu sinni að þorkstofninn sé í sögulegu hámarki og því óhætt að hans mati að ganga frekar á hann.
Fyrir það fyrsta þá er það rangt hjá Jóni að söguleg staða þorskstofnsins heimili auknar veiðar. Þannig er það einfaldlega ekki eins og sjá má á línuritinu hér að ofan sem sýnir annars vegar ráðlagða veiði og hins vegar raunveiði síðustu tvo áratugina. Við eigum því enn langt í land með  að ná fyrri stöðu við veiðar á þorski.
Í öðru lagi mun aukin veiði umfram viðurkenndar ráðleggingar hafa neikvæðar afleiðingar á verð á afurðum og sölu þeirra á mörkuðum.
Í þriðja lagi felur tillaga Jóns Gunnarssonar í sér að vísa vanda dagsins í dag inn í framtíðina, til þeirra sem á eftir okkur munu koma.
Það er því í rauninni allt vont við þessa tillögu Jóns Gunnarssonar talsmanns skammtímalausna sjálfstæðisflokksins í atvinnu- og efnahagsmálum.