Af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar virðist minnst óánægja vera með störf Eyglóar Þóru Harðardóttur félagsmálaráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt könnun Capacent var þriðjungur kjósenda ánægður með störf þeirra. Þó virðist enginn vita hvað þau hafa gert til að verðskulda ánægju svo stórs hóps kjósenda. Eygló Þóra og Kristján Þór hafa verið minnst áberandi allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og hvorugt þeirra hefur skandalíserað að neinu marki, ólíkt hinum. Hvorugt þeirra hefur gert mikið frá því þau tóku við ráðuneytum sínum, málaskrá þeirra er heldur fátækleg (Eygló og Kristján) og ekki er vitað til þess að nokkuð sé í bígerð af þeirra hálfu.
Kannski dugar það til vinsælda í þessum hópi að þegja og halda að sér höndum.
Jafnvel svo að vera talin til framtíðarleiðtoga á pari við heimsþekkta stjórnmálamenn.