Seðlabankinn dauðrotar stöðugleikaskatt framsóknar

 Það er athyglisvert hvað Seðlabankinn er afdráttarlaus í afstöðu sinni til skattlagningarleiðar framsóknarflokksins á þrotabú gömlu bankanna. Í skýrslu Seðlabankans (bls. 4) frá því í dag um samninga við kröfuhafa segir m.a. að álagning stöðugleikaskatts væri áhættusöm fyrir ríkið og bendi á að lánshæfismat landsins myndi batna hægar væri sú leið farin, losun gjaldeyrishafta myndi tefjast, óvissa yrði um niðurstöðu mála fyrir dómstólum og því óvíst hvort skattlagningarleið framsóknarflokksins myndi tryggja hagsmuni Íslands með fullnægjandi hætti. Með öðrum orðum þá dauðrotar Seðlabankinn hugmyndir framsóknarflokksins um skattlagningu á þrotabúin.
Eftir stendur þá spurningin um hvort samningaleiðin sem bæði bankinn og fjármálaráðherra hafa lagt til að verði farin sé fullnægjandi, ekki síst í ljósi þess gríðarlega munar sem er á skattlagningarleiðinni og samningaleiðinni svo hleypur á hundruðum milljarða króna.
Kannski er heimsviðburðurinn sem kynntur var í dag ekki svo stórkostlegur þegar betur er að gáð?​
Um það má efast svo ekki sé nú meira sagt.