Ég byrjaði að blogga – eins og það er kallað – árið 2002 og hef síðan skrifað ríflega tvö þúsund færslur um alla skapað hluti. Bæjarmálin í Ólafsfirði voru fyrirferðamikil eins og gefur að skilja enda stóð ég talsvert nálægt þeim málum. Fótbolti tók um tíma sitt pláss enda úrvalsefni sem kallar oft á skjót og skemmtileg viðbrögð. Mest hef ég samt skrifað um stjórnmál frá ýmsum sjónarhornum.
Í kjölfar viðbragða við skrifum mínum um kirkjuna fékk ég ábendingu um pistil sem ég skrifaði fyrir ekki löngu um málefni hennar en var búinn að gleyma. Hann er ágætur, þó ég segi sjálfur frá og ef ég man rétt, skrifaður eftir einhverjar samræður um hlutverk kirkjunnar í samfélaginu á erfiðleikatímum.
Svona getur maður stundum verið tættur og sýnt á sér margar hliðar á stuttum tíma! Er það gott eða vont?
Vonandi fara svo þeir kirkjunnar menn sem töpuðu áttum um tíma vegna skrifa minna að ná áttum.