Ólaf Nordal varaformaður sjálfstæðisflokksins hélt málsvarnarræðu fyrir þá fjóra ráðherra sem lagt er til að ákærðir verði fyrir embættisfærslur sínar í aðdraganda efnahagshrunsins. Ólöf vék ekki einu orði á afleiðingar þeirra verka eða verkleysu sem ráðherrarnir fyrrverandi veðrur vonandi gert að standa frami fyrir gagnvart íslenskum almenningi. Varaformanninum var tíðrætt um að til stæði að dæma ráðherrana í fangelsi en nefndi aldrei þann möguleika að þeir kynnu að vera saklausir dæmdir af vekrum sínum. Ólöf Nordal sagði málaflutningin gæti orðið Alþingi til vansa en fjórmenningunum til ævarandi mannorðssviptingar. Aldrei nefndi varaformaðurinn þann möguleika að fjórmenningarnir gætu endurheimt þegar tapað pólitískt mannorð sitt né þá að Alþingi stæði sterkara eftir að hafa haft bæði þor og kjark til að gera upp þennan svarta blett á sögu íslenskra stjórnmála. Hinn nýi varaformaður sjálfstæðisflokksins taldi að ekkert hefði verið hægt að gera af hálfu þeirra sem til stendur að ákæra og því væri ekki yfir neinu að kvarta varðandi þeirra embættisfærsla. Ólögu Nordal þykir einnig makalaust að verið sé að bögga ráðherrana fyrrverandi varðandi Icesave-málsins og þá allra síst fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen, sem væri saklaus eins og ungabarn af öllum ákæruatriðum.
Svo mætti áfram telja í málflutningi Ólafar Nordal varaformanns sjálfstæðisflokksins. Það er dapurlegt að forystumaður þessa flokks, af öllum, skuli snúast svo harkalega til varnar þeim sem pólitíska ábyrgð bera á efnahagshruninu og þar með gegn þeim sem þurfa að axla byrðarnar ef axarsköftum þeirra, þ.e. íslensks almennings.
Ólög Nordal undirstrikaði það í ræðu sinni í morgun að sjálfstæðisflokkurinn er ekki og hefur aldrei verið málsvari íslensks almennings heldur er flokkurinn fyrst og fremst hagsmunasamtök íslensku valdastéttarinnar og mun ætíð og ávalt snúast henni til varnar. Jafnvel þó málstaðurinn sé jafn slæmur og hann er í því máli sem Alþingi fjallar nú um.