Upplýst hefur verið um tilvisst fullkomlega háleynilegrar skýrslu Hagfræðistofnunnar Íslands um vegaframkvæmdir. Hún fannst víst undir stól.
Ljóst er að alvarleg mistök virðast hafa verið gerð við að halda henni leyndri. Við nánari skoðun hefur orðið uppvíst um að sagt hafi verið frá skýrslugerðinni sjálfri í frumvarpi til laga um samgönguframkvæmdir sem lagt var fram á þingi vorið 2010. Frumvarpið fékk síðan ítarlega umfjöllun í nefnd þingsins.
Engu líkara er en að þar hafi verið um ósýnilegt letur að ræða sem nú fyrst er að birtast mönnum, líklega vegna galla í letursmíðinni.
Alvarlegast er þó að leyniskýrslunni virðist hafa verið lekið á hinn alþjóðlega veraldarvef strax og hún lá fyrir sumarið 2010.
Reynslan af þessu leynilega málið hlýtur að vera sú að opinber gögn teljist seint leynileg.