Pólitísk siðbót hefur orðið í Kópavogi. Hún felst í því fjölskyldumaðurinn Gunnar Birgisson og Kópavogsborgarinn Ómar Stefánsson voru færðir til valda að nýju af þeim sem sögðust alls ekki vilja hafa þá við stjórnvölinn. Þeir félagar Gunnar og Ómar virðast hinsvegar eiga ágæta samleið á ýmsum sviðum og því ekki við öðru að búast en að þeir muni ná vel saman hér eftir sem hingað til. Það þarf allavega ekki að óttast að þeir láti almennar leikreglur stöðva sig enda eiga reglur ekki alltaf við þegar um slíka höfðingja er að ræða.
Pólitíska siðbótin í þessu ágæta sveitarfélagi virðist því annarsvegar felast í því að gjörspilltir stjórnmálamenn fá aftur sín fyrri völd og hinsvegar að stutt fjarvera framsóknar- og sjálfstæðisflokks úr meirihlutanum var aðeins minniháttar frávik frá þeirri meginreglu að þessir tveir flokkar stjórni því sem þeir vilja.
Things are getting back to normal í Kópavogi.