Helgi Magnússon, formaður samtaka iðnaðarins er hrifinn af því að íslendingar selju leifarnar af sameiginlegum eigum sínum. Hann vill endurtaka leikinn frá því fyrir hrun þegar stjórnmálaflokkar honum þóknanlegir seldu (gáfu) bankana, Síldarverksmiðjurnar og Símann svo fátt eitt sé nefnt. Allt afburða misheppnað eins og við vitum öll í dag.
Nú vill hann að við seljum þeim Landsvirkjun. Hann vill endurtaka leikinn. Byrja sama hrunadansinn að nýju.
En Helgi er ekki eins vitlaus og halda mætti. Hann veit sem er að það mun ekki gerast á meðan Vinstri græn eru í ríkisstjórn. Þess vegna vill hann bíða fram yfir næstu kosningar í þeirri von að Flokkurinn komist aftur til valda og selji það sem eftir er. Gerist það þá verður honum og félögum hans allir vegir færir að nýju.
Helgi er alveg með´etta.