Þetta finnst mér vera gott verkefni á margan hátt. Í fyrsta lagi þá er það jákvætt að þeir sem málið varðar taki saman höndum um verkefni af þessu tagi. Í öðrum lagi verða þeir sem fá styrkina verkefnastjórar yfir verkefninu sem er ætlað vekja athygli á starfi leikskólakennara og hvetja karla sérstaklega til náms í þeim fræðum. Í þriðja lagi þá vekur verkefnið athygli á náminu og mun á endanum skila niðurstöðu sem líklegt er að geti leitt til fjölgunar í stétt leikskólakennara af báðum kynjum.
Það er mikill skortur á leikskólakennurum og vantar enn talsvert upp á að leikskólar séu mannaðir a.m.k. með 2/3 menntaðir leikskólakennarar líkt og markmiðið er að verði. Of fáir hefja nám í leikskólakennarafærðum, karlar í miklum minnihluta og því full ástæða til að bregðast við, m.a. með verkefninu sem hér um ræðir.
Það verður spennandi að fylgjast með því hvað kemur út úr þessu verkefni á endanum.
Myndin er af heimasíðu SÍS