Fylgi framsóknarflokksins virðist vera í frjálsu falli ef marka má skoðanakönnun Capasent frá því í gær. Það virðast sömuleiðis vera heldur veikar stoðir undir fylgi sjálfstæðisflokksins sem þó fékk sína næst verstu kosningu sl. vor. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað um 13% á síðustu vikum samkvæmt könnuninni. Þetta gerist þrátt fyrir (eða kannski vegna þess) að ríkisstjórnin í krafti meirihluta síns á Alþingi kom öllum sínum málum óbreyttum í gegnum sumarþingið auk þess sem stjórnarandstaðan gaf stjórninni mikið svigrúm til að koma málum sínum í farveg.
Capasent birtir svo í dag nýjustu mælingu á væntingum landsmanna til framtíðarinnar. Samkvæmt henni fellur væntingavísitalan um 22% milli mánaða sem er með því mesta sem gerst hefur. Þetta undirstrikar enn frekar óánægju og vonbrigði landsmanna með stefnu ríkisstjórnarinnar eins og fram kemur í fylgismælingum og þá ekki síður að fólk er svartsýnna á framhaldið en áður.
Ekkert af þessu á að koma á óvart.