Úthringingar

Starfsemi stjórnmálaflokka er oft gerð tortryggileg að ósekju. Það er fullkomlega eðlilegt að í aðdraganda stórra viðburða sé haft sé samband við fólk sem kosið hefur verið til trúnaðarstarfa í sínum flokki. Það er gert til að heyra hljóðið í fólki almennt, til að ræða tiltekin mál, undirbúa fundi og tala fyrir ákveðnum málstað. Það er ekkert nýtt við þetta eins og allir vita sem tekið hafa þátt í starfi stjórnmálaflokka og ástæðulaust að gera þetta tortryggilegt. Það er sömuleiðis eðlilegt að forystufólk í stjórnmálaflokkum, í þessu tilfelli Vinstri grænum, heyri í því fólki sem kemur til með að greiða atkvæði um ríkisstjórnmyndun ef til þess kemur.
Það væri óábyrgt af þeim að gera það ekki.