Mikilvægar stórframkvæmdir framundan

Eins og fram hefur komið skiluðu sex aðilar inn gögnum vegna forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Nú stendur yfir vinna við að fara yfir þau gögn áður en útboð fer fram og má reikna með því að það geti gerst í byrjun næsta mánaðar ef allt gengur eftir.
Ef af verður er hér um gríðarlega mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun skipta miklu máli í samgöngumálum þjóðarinnar og atvinnu- og byggðamálum á norðurlandi. Jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði er byggð á lögum um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir sem þingið samþykkti sumarið 2010.

Gömul slagsmál og ný

Það var stundum talsvert tekist á í götunni heima í Ólafsfirði þegar ég var að alast þar upp fyrir margt löngu. Í hverfinu voru líka nokkrir liðtækir bardagamenn sem flestir stóðu mér framar á þessu sviði. Frændi minn einn er mér minnistæður á þessu sviði. Ekki sökum þess að hann væri sérstaklega bardagafús og auðreittur til slagsmála, sem hann var ekki. Þegar til kom  þótti hann hinsvegar þrausteigur og ekki líklegur til uppgjafar og var oftast nær síðastur okkar sem lagði á flótta ef aðstæður buðu ekki upp á annað. Hann þótti líka fylginn sér í götuvígum og óvenju höggþungur.

Spekingar spjalla

Tvö ný frumvörp um stjórn fiskveiða voru afgreidd af ríkisstjórninni til endanlegrar afgreiðslu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hvað margir hafa skoðun á frumvörpunum án þess að hafa séð þau og þaðan af síður haft tækifæri til að kynna sér innihald þeirra. Hver spekingurinn af öðrum gerir sig gleiðan í fjölmiðlum og þar sem þeir tjá sig um afleiðingar þess sem vita ekki hvað er.
Það er svo sem við því að búast að einhverjir hafi þegar tekið þá afstöðu að vera alltaf á móti öllum breytingum eins og gengur.

Nytjarök - skynsemisrök

Nytjarök er hugtak yfir það þegar hagsmunir heildarinnar eru látnir ráða frekar en sérhagsmunir. Nytjarökin eru því einhverskonar skynsemisrök. Eða eitthvað í þá áttina. Með því að byggja ákvarðanir á nytjarökum frekar en sérhagsmunum er líklegra að þær ákvarðanir komi fleirum frekar en fáum til góða. Allt of oft falla stjórnmálamenn í þá gildru að láta þrönga sérhagsmuni ráða ferðum sínum og í stað þess að horfa til heildarmyndarinnar.

Ofrausn og óhóf?

Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina vegna aðgerða hennar samhliða nýjum kjarasamningum og fleiri taka undir þá gagnrýni. Gagnrýnendur vilja meina að of langt sé gengið af hálfu ríkisins. En hver er ofrausnin og í hverju felst óhófið?

Menn eða mýs

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við nýgerðum kjarasamningum eru hreint ótrúleg. Í kjölfar efnahagshrunsins varð ein mesta lífskjaraskerðingu sem orðið hefur hér á landi á síðari tímum.

Þjóðfélagsrýnarnir hissari í dag en í gær

Egill Helgason fjallar um almennar niðurgreiðslur á vöxtum á bloggsíðu sinni í morgun. Hann segir að svo kunni að vera að einhverjum þykki þetta góðar fréttir en telur jafnframt að fróðlegt væri að fá vita hverjir hafi fengið þessar greiðslur.

Erindi svarað ...

Í dag svaraði ég þessu bréfi með eftirfarandi hætti:


 


 


 


Hr. lögmaður Erlendur Þór Gunnarsson hrl.                                           


Efni: Bréf yðar dags. 11.

Óttaleiðin er fær - en við þurfum ekki að fara hana

Óttinn er þekkt stjórntæki. Með því að ala á hræðslu, beita hótunum og afli öðrum til viðvörunar er hægt að reka heila þjóð til skilyrðislausrar hlýðni. Þannig er það að verða hér á Íslandi í dag. Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum áratugum haft greiðan aðgang að stjórnarráði Íslands og þannig getað hagað sínum málum að vild. Nú er það ekki lengur í boði. Flokkurinn þeirra er farin frá völdum. Fólkið í landinu rak hann frá völdum. Þess vegna grípa samtökin til óttaleiðarinnar. Þau koma í veg fyrir að fólkið í landinu fái nýja kjarasamninga. Þau hóta.

Trampólín fjúka úr görðum

Sá sem skrifaði þessa frétt á Pressunni hefur örugglega ekki upplifað almennilega brælu!
Fyrir 200 árum eða svo hannaði flotaforinginn Sir Francis Beaufort kerfi til að áætla vindhraða. Kerfið, sem kallaður hefur verið Beaufort-skalinn, var notað allt fram á allra síðustu ár þegar veðurfræðingar fóru að tala um metra á sekúndu.
Ef Sir Beaufort hefði verið að pæla í þessu í dag hefðu viðmiðin á skalanum hans eflaust verið önnur.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS