Umræða um sjávarútvegsmál hefur verið áberandi að undanförnu. Á fjölmennum fundi stjórna félaga Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík sem haldin var á Grand Hótel voru þessi mikilvægu rædd frá sjónarhóli þeirra sem leggjast gegn tillögum sáttanefndarinnar sem sjávarútvegsráðherra fól að móta nýja stefnu í málaflokknum. Stjórnir félaganna afhentu síðan þingflokksformönnum stjórnarflokkana ályktun sína um málið í dag sem að mörgu leiti er athyglisverð. Í ályktuninni skora stjórnir félaganna á ríkisstjórnina að framfylgja fyrriheitum flokkana um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem gengið verði út frá því að:
Stjórnir félaganna telja að sú leið sem stjórnarflokkarnir hafa boðað um innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á allt að 20 árum er hófsöm sáttaleið en jafnframt gefið í skyn að hraðari uppstokkun á aflamarkskerfinu hljóti að koma til skoðunar.
Skoðum þetta aðeins betur og þá hvernig ályktun stjórna Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík fellur að niðurstöðum sáttanefndarinnar.
Sáttanefndin hafnaði algjörlega þeirri leið að bjóða aflaheimildir upp á hverju ári enda væri það ekki líkleg leið til að tryggja rekstraröryggi sjávarútvegsfyrirtækja, að fiskistofnar yrðu nýttir með sjálfbærum hætti, að mannréttindi yrðu tryggð eða gætt yrði jafnræðis við úthlutun heimilda. Aðeins fulltrúi Hreyfingarinnar og SFÚ voru á annarri skoðun og töldu að setja ætti aflaheimildar á uppboð á hverju ári.
Það er ágætt ef fundurinn á Grand Hótel hefur orðið til þess að auka skilning sem flestra á mikilvægi þess að fara að tillögum sáttanefndarinnar góðu sem svo ágæt samstaða er um að fara. Það veðrur í það minnsta varla trúað upp á fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn á Íslandi að ganga gegn vilja stéttarfélaga sjómanna og fiskverkafólks hvaða þetta varðar en öll stéttarfélög þessa fólks lögðu eindregið til að með samninga- og pottaleiðinni færu hagsmunir launafólks og þjóðarinnar allrar best saman. Það verður varla litið framhjá því - eða hvað?
Þegar talað er um hagsmunaaðila í sjávarútvegi er venjulega verið að ræða um sjómenn eða útgerðarmenn. Sjaldan um fiskverkendur eða fiskverkafólk og enn sjaldnar um þá sem þjónusta sjávarútveginn eins og iðnaðarmenn, vélsmiði, skipaverkfræðinga, stálsmiði, hafnarverkamenn, slippara, verslanir, umbúðaframleiðendur, veiðarfæraþjónustur, netagerðarmenn, sveitarfélög, rafeindavirkja, og marga fleiri. Allt eru þetta hagsmunaaðilar, ekki sérhagsmunaaðilar, heldur aðilar sem hafa hagsmuni af því að rekstargrundvöllur fjárútvegsins sé tryggur til eins langs tíma og mögulegt er og sem minnst óvissa sé um framtíðarskipan þessarar mikilvægu atvinnugreinar.
Það mun ekki nást með árlegu uppboði veiðiheimilda.