Allt frá árinu 2008, fyrir hrun, voru íslensk stjórnvöld að leita leiða til að til að lágmarka skaðann vegna Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi. Eftir fall íslensku bankanna hafa allir núverandi og þáverandi formenn íslenskra stjórnmálaflokka lýst yfir vilja sínum til samninga. (Hreyfingin er víst ekki stjórnmálaflokkur). Þetta á við um Geir H. Haarde, Bjarna Benediktsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrím J. Sigfússon, Jón Sigurðsson og Valgerði Sverrisdóttur. Þeim til viðbótar eru svo allir ráðherrar sem hafa setið í ríkisstjórn frá þessum tíma og flestir stuðningsmenn þeirra stjórna á Alþingi.
En hvað með Sigmund Davíð Gunnlaugsson?