Vorið er að koma, verið jákvæð!

Danske bank hefur ekki unnið skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fjörugur ár. Ástæðan er sú að stjórn efnahagsmála hér á landi verðskuldaði ekki faglega umfjöllun og tíma bankans og fjármunum betur varið í önnur mál. En nú hefur það breyst og Dansek bank birtir nú skýrslu stöðu  sem kynnt var á fundi í morgun. Þar kemur fram að Danske bank telur að verulegur árangur hafi náðst við stjórn efnahagsmála hér á landi frá hruni, þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og full ástæða sé til bjartsýni hvað það varðar verði áfram haldið á sömu braut.

Borubrött stjórnarandstaða - án innistæðu

Fjármálaráðherra svaraði í dag fyrirspurn minni um annarsvegar kostnað við einkavæðingu Landsbanka Íslands á sínum tíma og hinsvegar um kostnað við síðasta Icesave-samninginn sem felldur var í atkvæðagreiðslu um helgina. Í stuttu máli er beinn kostnaður vegna nýja samningsins ríflega 369 milljónir og framreiknaður kostnaður við einkavæðingu Landsbankans 334 milljónir króna.

Bjarni treystir á stjórnarmeirihlutann

Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins er í pólitískum vanda staddur. Hann tók þá djörfu ákvörðun að styðja Icesave-málið á þingi og gerði þannig m.a. tilraun til að leiða flokkinn inn í nýja tíma, undan pólitísku oki fortíðarinnar. Það tókst ekki. Bjarni varð undir í baráttunni við gömlu forystusveit flokksins, harðlínumannanna, sem enn virðast hafa ótrúlegt tök á flokknum og flokksmönnum. Ef einhver þarf að endurnýja pólitískt umboð sitt í kjölfar kosninganna þá er það formaður sjálfstæðisflokksins.

Forsetinn - fjölmiðlar og ruglið

Forseti Íslands segir að viðhorf  ýmsa fjölmiðla ráði mestu um hver viðbrögð annarra ríkja verði við Icesave-málinu. Allir vita að forseti Íslands nærist á fjölmiðlaumfjöllun og þrífst ekki utan þeirra kastljóss.
Samskipti þjóða fara hinsvegar ekki í gegnum ritstjórnir fjölmiðla, hvorki þessa hér, eða þessa hér og hvað þá þessa hér – sama hvað forseti Íslands heldur um það.
Líklega hefur forsetinn ekki ruglað jafn mikið um þetta mál og á fréttamannafundinum á Bessatöðum í dag. Er þó af nógu að taka.
 

Bjarni: Flokkurinn skiptir öllu máli

Bjarni Benediktsson á Bygjunni í morgun:
"Flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrir undir minni stjórn. Það er það sem skiptir mig öllu máli, það er staða flokksins."

Skýrara getur það varla verið.

Þjóðarviljinn er skýr

Niðurstaða kosninga er yfirlýsing um þjóðarvilja. Þannig ber þjóð hverju sinni ábyrgð á afleiðingum kosninga. Þjóð fær því alltaf það sem hún á skilið í kosningum.
 


Eða hvað?

Ólafur Ragnar segir JÁ!

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur þegar lýst afstöðu sinni til samningsins sem kosið er um í dag. Samkvæmur sjálfum sér hefur hann því sett X-ið við í morgun.

Vigdísar Finnbogadóttur er hvergi getið í Rannsóknarskýrslu Alþingis

Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands um afstöðu hennar til Iceasve-málsins hefur vakið mikil viðbrögð. Vigdís tók afstöðu til málsins af vel yfirlögðu ráði eins og hún er þekkt fyrir að gera í öllum málum. Vigdís Finnbogadóttir var vinsæl og virt í embætti sínu sem forseti og nýtur þeirrar virðingar og vinsælda enn þann dag í dag. Það hefur Vigdís áunnið sér enda var hún farsæl og heil í sínum störfum og bar hag Íslands og íslendinga ævinlega fyrir brjósti sér sem nú.

Skynsemi Vigdísar gegn yfirstéttar hrokanum

Í dag lýstu þrír þjóðkunnir einstaklingar yfir afstöðu sinni til Icesave-málsins. Fyrst var það yfirstéttarkonan Eva Joly sem hvetur til þess að íslendingar felli samninginn og sjái svo til hvað gerist í framhaldi af því. Eva Joly var fengin hingað til lands til að aðstoða við rannsókn á hruninu og veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf við að elta uppi svikagengið sem fór ránshendi um þjóðfélagið. Það er hennar fag og í því er hún góð. Hún þarf hinsvegar ekki að búa við þau lífsskilyrði sem hljótast af því a fylgja ráðum hennar.

Kostnaður stjórnarandstöðunnar vegna Icesave-málsins

Stjórnarandstaðan hneykslast á miklum kostnaði við lausn Icesave-deilunnar sem þeir hafa reynt að gera tortryggilegan á allan hátt. Gefið er í skyn að Lee Buchheit sé sérstakur sendisveinn fjármálaráðuneytisins í málinu og aðrir samninganefndarmenn gangi erinda annarra en íslensku þjóðarinnar. En hver er raunin þegar betur er að gáð?
Í byrjun árs 2010 var skipuð ný samninganefnd í Icesave-málninu. Að kröfu stjórnarandstöðunnar á þingi var Lee Buchheit, amerískur lögmaður, fenginn til að leiða nefndina enda sagður vera einn fremsti samningamaður heims. Eftir þessu hafði verið kallað í umræðum á þingi af öllum fulltrúum stjórnarandstöðunnar í umræðum um málið haustið 2009.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS