Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins er í pólitískum vanda staddur. Hann tók þá djörfu ákvörðun að styðja Icesave-málið á þingi og gerði þannig m.a. tilraun til að leiða flokkinn inn í nýja tíma, undan pólitísku oki fortíðarinnar. Það tókst ekki. Bjarni varð undir í baráttunni við gömlu forystusveit flokksins, harðlínumannanna, sem enn virðast hafa ótrúlegt tök á flokknum og flokksmönnum. Ef einhver þarf að endurnýja pólitískt umboð sitt í kjölfar kosninganna þá er það formaður sjálfstæðisflokksins.