Menn eða mýs

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við nýgerðum kjarasamningum eru hreint ótrúleg. Í kjölfar efnahagshrunsins varð ein mesta lífskjaraskerðingu sem orðið hefur hér á landi á síðari tímum.

Þjóðfélagsrýnarnir hissari í dag en í gær

Egill Helgason fjallar um almennar niðurgreiðslur á vöxtum á bloggsíðu sinni í morgun. Hann segir að svo kunni að vera að einhverjum þykki þetta góðar fréttir en telur jafnframt að fróðlegt væri að fá vita hverjir hafi fengið þessar greiðslur.

Erindi svarað ...

Í dag svaraði ég þessu bréfi með eftirfarandi hætti:


 


 


 


Hr. lögmaður Erlendur Þór Gunnarsson hrl.                                           


Efni: Bréf yðar dags. 11.

Óttaleiðin er fær - en við þurfum ekki að fara hana

Óttinn er þekkt stjórntæki. Með því að ala á hræðslu, beita hótunum og afli öðrum til viðvörunar er hægt að reka heila þjóð til skilyrðislausrar hlýðni. Þannig er það að verða hér á Íslandi í dag. Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum áratugum haft greiðan aðgang að stjórnarráði Íslands og þannig getað hagað sínum málum að vild. Nú er það ekki lengur í boði. Flokkurinn þeirra er farin frá völdum. Fólkið í landinu rak hann frá völdum. Þess vegna grípa samtökin til óttaleiðarinnar. Þau koma í veg fyrir að fólkið í landinu fái nýja kjarasamninga. Þau hóta.

Trampólín fjúka úr görðum

Sá sem skrifaði þessa frétt á Pressunni hefur örugglega ekki upplifað almennilega brælu!
Fyrir 200 árum eða svo hannaði flotaforinginn Sir Francis Beaufort kerfi til að áætla vindhraða. Kerfið, sem kallaður hefur verið Beaufort-skalinn, var notað allt fram á allra síðustu ár þegar veðurfræðingar fóru að tala um metra á sekúndu.
Ef Sir Beaufort hefði verið að pæla í þessu í dag hefðu viðmiðin á skalanum hans eflaust verið önnur.

Þættinum hefur borist bréf ...

Í lok síðasta árs skrifaði ég pistil hér á síðuna um styrkjamál sjálfstæðisflokksins og þingmanna flokksins og leyndina sem yfir þeim hefur hvílt. Nú hefur mér borist bréf frá lögmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þar sem hann segir að skrif mín hafi verið ærumeiðandi aðdróttanir og rógburður í garð skjólstæðings síns.

Don Kí-Saari

Þór Saari þingmaður Hreyfingarinna komst í fréttirnar um daginn þegar hann hélt því fram að ríkisstjórnin gerði í því að koma sér upp ímynduðum grýlum í efnahagsmálum, til þess eins að geta síðan sagst að tekist hefði að fella þær. „Engu líkara sé en að þau berjist við vindmyllur einsog Don Kíkóti forðum daga“, sagði þingmaðurinn og sagði furðulegt að fylgjast með þessu leikriti ríkisstjórnarinnar.
Nú veit ég ekki í hvaða sápuóperu Þór Saari lifir eða hvaða þáttaröð í en hitt veit ég að þjóðin hefur ekki verið að taka þátt í illa skrifuðu leikriti síðustu árin.

Sjálfstæðisflokkurinn hrekkur úr gír

Í byrjun kjörtímabilsins var skipaður fjölmennur hópur hagsmunasamtaka og fulltrúa allra stjórnmálaflokka á Alþingi til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða. Sá hópur skilaði af sér ítarlegum tillögum um framtíðarskipan þeirra mála og benti á lausnir á ýmsum ágreiningsmálum sem uppi hafa verið í sjávarútvegi. Skýrsluna má finna hér.
Fulltrúi sjálfstæðisflokksins í hópnum var Einar Kristinn Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og þingmaður flokksins.

Pólitískt ofmat

Mér finnst Ólöf Nordal varaformaður sjálfstæðisflokksins vera skemmtilegur þingmaður og meina það í fullri alvöru. Svo segir hún oft svo skemmtilega hluti. Allir muna eftir því þegar hún sagði Rannsóknarskýrslu Alþingis vera að þvælast fyrir sjálfstæðismönnum og ekki síður þegar hún sagði það svo sannarlega óvenjulegt að formaður sjáflstæðisflokksins tæki þjóðarhagsmuni framar hagsmunum flokksins. Nú bætir hún einum skemmtilegum ummælum í safnið sitt og nú um viðbrögð matsfyrirtækja við niðurstöðu Icesav-kosninganna á dögunum: Eftirfarandi setning hlýtur að teljast með betri gullkornum þess ömurlega máls: „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart.

Helvítis ríkisstjórnin

Hvergi á vestrænu bóli fór efnahagslífið jafn rækilega um koll eins og á Íslandi. Allar ríkisstjórnir og öll stjórnvöld frá þeim tíma hafa síðan verið að hamast við að koma landinu aftur á réttan kjöl og lágmarka skaðan sem hrunið olli íslenskum almenningi, fyrirtækjum og ríkisbúskapnum.
Í hvert skipti sem mikið liggur við og virkilega þarf að taka á, kemur þessi náungi hinsvegar alltaf hlaupandi upp á dekk og hrópar: HELVÍTIS RÍKISSTJÓRNIN.
Ætli einhver sé að hlusta á hann?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS