Umsátrið um Ísland

Viðbrögð innfæddra við utan að komandi gagnrýni frá framandi löndum er í réttu samhengi við það sem áður gerðist af sama tilefni. Eins og einhverjir muna örugglega brugðust íslensk stjórnvöld og íslenskur almenningur við slíku áreiti með því að úthúða og hæðast að þeim sem dirfðust að gagnrýna eða efast um ágæti landans í hverju sem var. Íslensk stjórnvöld lögðust í ímyndarherferð fyrir landið, reyna að útskýra fyrir öðrum að hlutirnir væru allt öðruvísi en allir aðrir en við sögðum þá vera. Almenningur (flestir en ekki allir) grillaði á kvöldin og græddi á daginn og gaf öllum gagnrýnendum fingurinn.

Glöggt er gests augað …

Uffe og Lykketoft um Ísland.

Hversu skaðlegur er forsetinn?

Eins og allir vissu og vita sem vilja, stefndi allt í það að eignir þrotabús Landsbankans myndu standa undir Icesave-ósómanum. Ein verðmætasta eign búsins er verslunarkeðjan Iceland Foods í Bretlandi en þrotabúið á tæplega 70% í keðjunni.

Ræfillinn ég

Um námsferli minn: Að gefnu tilefni.
Ég gekk í barnaskóla Ólafsfjarðar og síðan Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar en lauk svo skyldunámi endanlega frá Siglufirði árið 1976 (það voru einhverjir samstarfserfiðleikar milli mín og skólayfirvalda í Ólafsfirði á þessum tíma).
Tók bílpróf 17 ára – en missti það fljótlega aftur tímabundið vegna umferðalagabrota.

Ferskur ESB fiskur unnin á Íslandi

Hlýtur þetta ekki að teljast til góðra frétta í sjávarútvegi? Fiskur af erlendum miðum unnin á Íslandi.
Það er reyndar ekki svo langt síðan fiskur af erlendum miðum var unnin í íslenskum fiskvinnsluhúsum. Rússneskir togarar lönduð talsverðu magni af heilfrystum þorski hér á sínum tíma sem var þíddur upp, unninn og seldur úr landi. Þessi fiskur var veiddur í Barentshafi og skipti talsverðu máli hér á landi eins og sjá má í fréttum frá þeim tíma.

Þrjár ljótar fréttir

Helgin hefur verið uppfull af ljótum fréttum sem þó gefa ágæta mynd af þeirri pólitísku orustu sem á sér stað um Ísland. Til að byrja með heimtuðu Samtök atvinnulífsins að þeir stjórnarflokkar sem samtökin hafa stutt hvað mest í gegnum árin yrðu kallaðir til valda aftur í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi. SA menn hafa vanist því í gegnum árin að hafa haft tryggan aðgang að stjórnvöldum og ráðskast með þau að eigin vild. Sá tími er nú liðin eins og SA er að átta sig á. Sjaldan eða aldrei hafa Samtök atvinnulífsins komið fram svo grímulaus eða berað sig jafn rækilega og þau gera nú.

Smávegis um vinnubrögð

Er Vinstrihreyfingin grænt framboð klofinn flokkur? Svo spurði þáttastjórnandi á RÁS 2 Ásmund Einar Daðason fyrrverandi þingmann flokksins. Sá hélt nú það án þess að þurfa að rökstyðja það neitt sérstaklega. Staðreyndin er þó hinsvegar sú að öll flokksfélög Vinstri grænna sem á annað borð hafa látið í sér heyra, hafa lýst yfir stuðning við þingflokk Vinstri grænna og áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. Flestar ef ekki alltaf þær yfirlýsingar má sjá á vef flokksins, t.d.

Vinur eða vá!

Sagt er að þrír fyrrum félagar mínir í pólitík stefni á að stofna nýjan stjórnmálaflokk til höfuðs Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
Og ég sem hélt að þetta væri „óvinurinn“.

Tímamótaræða!

Hér er ræðan sem ég flutti um vantrauststillögu sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag:

Forseti
„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru enginn prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Með leyfi forseta vitan ég til orða Styrmis Gunnarssonar eins valdamanns sjálfstæðisflokksins þar sem hann lýsir þeim samfélagsafleiðingum sem urðu eftir 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins.
Þetta eru bestu rökin fyrir því að fella þá traustsyfirlýsingu sem sjálfstæðisflokkurinn fer fram á að Alþingi veiti flokknum hér í dag.
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.

Sjálfstæðisflokkurinn biður þingið um traustsyfirlýsingu

Sjálfstæðisflokkurinn er spilltasti stjórnmálaflokkur í sögu lýðveldisins. Fingraför hans eru út um allt samfélagið. Flokksmenn hans í ábyrgðastöðum eru dæmdir fyrir misferli og fyrrverandi formaður hans bíður dóms fyrir Landsdómi, fyrstu stjórnmálamanna. Mál tveggja fyrrverandi ráðherrar flokksins ásamt einum ráðuneytisstjóra úr þeirra röðum, vegna misbeitingu valds, var flutt fyrir Hæstarétti Íslands á dögunum. Þingmenn flokksins hafa orðið uppvísir að því að þiggja háar greiðslur frá stórfyrirtækjum í landinu.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS