Úbbs sí did itt agen!

Þegar fólkið í landinu vísaði Geir H Haarde og hans vanhæfu ríkisstjórn frá völdum undir lok janúarmánaðar 2009 var staðan svona:
 


 



  • Ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla

  • Vextir voru 18%

  • Verðbólgan var 20%

  • Gengi krónunnar hafði fallið um helming eða svo

  • Gjaldeyrir var af skornum skammti

  • Ísland var einangrað á erlendum lánamörkuðum

  • Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stjórnaði landinu

  • Bankakerfið var í molum

  • Eigið fé fyrirtækja í landinu var brunnið upp

  • Eignir íslenskra heimila voru að engu orðnar

  • Skuldir íslenskra heimili höfðu stór aukist

  • Alþjóðasamfélagið leit þannig á að Ísland væri á leiðinni í

Bessastaðabóndinn

Ekki að það skipti öllu máli en hvað ætli Bessastaðabóndanum finnist um að hafa byggt ákvörðun sína á þessu.

Upplýst um glæp

Nokkrir stjórnarandstæðingar hafa tekið sig saman og upplýst um ástæður þess að íslensk heimili fóru illa út úr hruni efnahagsstefnu fyrri stjórna. Í stutt máli gerðist það með þessum hætti:
Ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins undir forystu Geirs H Haarde tók á sínum tíma háar upphæðir til hliðar undan erlendum kröfuhöfum í þrotabú íslensku bankanna. Peningana átti að nota til að greiða skuldir íslenskra heimila. Íslenskur almenningur fattaði þetta hinsvegar ekki og rak þessa fínu ríkisstjórn frá völdum. Vond ríkistjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðuardóttur og Steingríms J.

Skatta klám

Sjálfstæðismenn halda því stöðugt fram að íslendingar hafi verið leiddir í skattaánauð í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það hafi nú verið annað á meðan Flokkurinn var við stjórnvölin. Þá tóku skattarnir ekki í budduna hjá almenningi né íþyngdu nokkrum manni. Til þess tíma vilja sjálfstæðismenn hverfa aftur og hóta því hafa lofað því að hverfa aftur til fortíðar í þeim efnum. Þá hótun má m.a.

Á röngunni

Stundum líður manni eins og veröldin sé á röngunni og það hafi farið framhjá manni að það hafi gerst og þá ekki síður hvernig það gerðist. Það var einn slíkur dagur í dag. Í morgun hlustaði ég á viðtal við tvo stjórnarandstæðinga á Bylgjunni, þau Lilju Mósesdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson. Lilja hafði tíðindi að færa landsmönnum. Þau fólust í því að hrun íslenska efnahagskerfisins hefði haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir íslenskan almenning, heimili og fjölskyldur.

Mikilvægar stórframkvæmdir framundan

Eins og fram hefur komið skiluðu sex aðilar inn gögnum vegna forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Nú stendur yfir vinna við að fara yfir þau gögn áður en útboð fer fram og má reikna með því að það geti gerst í byrjun næsta mánaðar ef allt gengur eftir.
Ef af verður er hér um gríðarlega mikilvæga framkvæmd að ræða sem mun skipta miklu máli í samgöngumálum þjóðarinnar og atvinnu- og byggðamálum á norðurlandi. Jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði er byggð á lögum um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir sem þingið samþykkti sumarið 2010.

Gömul slagsmál og ný

Það var stundum talsvert tekist á í götunni heima í Ólafsfirði þegar ég var að alast þar upp fyrir margt löngu. Í hverfinu voru líka nokkrir liðtækir bardagamenn sem flestir stóðu mér framar á þessu sviði. Frændi minn einn er mér minnistæður á þessu sviði. Ekki sökum þess að hann væri sérstaklega bardagafús og auðreittur til slagsmála, sem hann var ekki. Þegar til kom  þótti hann hinsvegar þrausteigur og ekki líklegur til uppgjafar og var oftast nær síðastur okkar sem lagði á flótta ef aðstæður buðu ekki upp á annað. Hann þótti líka fylginn sér í götuvígum og óvenju höggþungur.

Spekingar spjalla

Tvö ný frumvörp um stjórn fiskveiða voru afgreidd af ríkisstjórninni til endanlegrar afgreiðslu í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hvað margir hafa skoðun á frumvörpunum án þess að hafa séð þau og þaðan af síður haft tækifæri til að kynna sér innihald þeirra. Hver spekingurinn af öðrum gerir sig gleiðan í fjölmiðlum og þar sem þeir tjá sig um afleiðingar þess sem vita ekki hvað er.
Það er svo sem við því að búast að einhverjir hafi þegar tekið þá afstöðu að vera alltaf á móti öllum breytingum eins og gengur.

Nytjarök - skynsemisrök

Nytjarök er hugtak yfir það þegar hagsmunir heildarinnar eru látnir ráða frekar en sérhagsmunir. Nytjarökin eru því einhverskonar skynsemisrök. Eða eitthvað í þá áttina. Með því að byggja ákvarðanir á nytjarökum frekar en sérhagsmunum er líklegra að þær ákvarðanir komi fleirum frekar en fáum til góða. Allt of oft falla stjórnmálamenn í þá gildru að láta þrönga sérhagsmuni ráða ferðum sínum og í stað þess að horfa til heildarmyndarinnar.

Ofrausn og óhóf?

Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina vegna aðgerða hennar samhliða nýjum kjarasamningum og fleiri taka undir þá gagnrýni. Gagnrýnendur vilja meina að of langt sé gengið af hálfu ríkisins. En hver er ofrausnin og í hverju felst óhófið?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS