Stundum líður manni eins og veröldin sé á röngunni og það hafi farið framhjá manni að það hafi gerst og þá ekki síður hvernig það gerðist. Það var einn slíkur dagur í dag. Í morgun hlustaði ég á viðtal við tvo stjórnarandstæðinga á Bylgjunni, þau Lilju Mósesdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson. Lilja hafði tíðindi að færa landsmönnum. Þau fólust í því að hrun íslenska efnahagskerfisins hefði haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir íslenskan almenning, heimili og fjölskyldur.