Á þjóðin einhverja von með þeim?

Sama og síðast hjá íhaldinu
Í gær lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögur í efnahags- og atvinnumálum sem þau kalla „Gefum heimilunum von“.

Hörð viðbrögð af litlu tilefni

Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ hélt ræðu á aðalfundi samtakana í gær sem vakið hefur talsverða athygli. Reyndar var ræðan ekkert sérstaklega yfirgripsmikil heldur fjallað fyrst og fremst um samskipti LÍÚ og stjórnvalda og hvernig stjórna ætti fiskveiðum. Það er svo sem gott og gilt enda af nægu að taka á þeim vettvangi.

Ef og hefði eitthvað gerst - eða ekki

Það er stundum gaman að velta því fyrir sér hvað hefði og hvað ekki miðað við gefnar forsendur hverju sinni. Hver væri t.d. Seðlabankastjóri í dag ef þjóðin hefði ekki ákveðið að skipta um ríkisstjórn í fyrra? Hver væri yfir fjármálaeftirlitinu sem brást landsmönnum svo illilega og með svo miklum afleiðingum? Hvernig væri rannsóknum hagað vegna framgöngu útrásarvíkinga og spilltra fjársýslumanna gróðæristímabilsins ef ekki hefði verið skipt um ríkisstjórn?

Dregið úr umfangi utanríkisþjónustunnar

Kristján Þór Júlíusson talsmaður sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur farið mikinn að undanförnu um fjárlagafrumvarpið að undanförnu eins og tekið hefur verið eftir. Skemmst er að minnast rússtissu-ræðu hans á Egilsstöðum í því sambandi sem fengið hefur verðskuldaða umfjöllun.
Nú ryður Kristján Þór sér nýtt rými á sviðinu og nú um það sem finna má í frumvarpinu um sendiráð Íslands erlendis.

Sjálfstæðisflokkurinn dæmir sig úr leik

Kristján Þór Júlíusson, talsmaður sjálfstæðisflokksins í fjármálum ríkisins, hefur kvatt til þess að fjárlagafrumvarp næsta árs verði rústað, eins og hann orðaði það. Þetta er auðvitað háleitt markmið hjá Kristjáni Þór og félagögum nú þegar slétt tvö ár eru liðin frá hruninu mikla haustið 2008.

Hvernig verður stjórnarfrumvarp til?

Umræðan um fjárlagafrumvarpið hefur verið á köflum talsvert sérstök. Stundum mætti halda að frumvarpið hafi komið öllum í algjörlega opna skjöldu, rétt eins og það hafi dottið af himnum ofan. Það er nú öðru nær. Í því sambandi er ágætt að velta því fyrir sér hvernig fjárlagafrumvarp verður til.
Í grófum dráttum gerist það með þessum hætt, t.d. varðandi fjárlagafrumvarp næsta árs:  1. Stefna stjórnvalda um ríkisfjármál er ákveðin.

Nýr meirihluti á Alþingi um nauðsynleg mál?

Þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa farið offari frá því þingið ákvað að kalla Landsdóm saman til að fara yfir embættisfærslur fyrrum formanns flokksins í aðdraganda efnahagshrunsins. Það endurspeglast í framkom þeirra gagnvert þeim þingmönnum sem stóðu að því máli bæði í þingmannanefndinni góðu sem og í atkvæðagreiðslu um málið á þinginu. Á fáum dögum hefur sjálfstæðisflokkurinn nánast einangrast á Alþingi og í öllum sínum pólitíska hroka hafnað samstarfi við aðra flokka um að leita leiða til lausna á erfiðum og aðsteðjandi málum.

Galin fréttaflutningur fréttamanns RÚV

Svavar Halldórsson átti algjörlega galna frétt í sjónvarpinu í kvöld. Þar fullyrðir hann að 500 ríkisstarfsmönnum verði sagt upp störfum á næstunni og atvinnuleysi muni því hækka sem því nemur og fara í 7,7%.

Það er svo margt ef að er gáð ...

Tryggvi Þór Herbertsson segist vera farinn norður. Kannski til að útskýra fyrir norðanönnum ástæður efnahagshrunsins. Það eru hæg heimatökin hjá fyrrverandi efnahagsráðgjafa Geirs H. Haarde.
Kannski Tryggvi áriti í leiðinni skýrsluna sem hann skrifaði með með vini sínum Mishkin um ágæti íslenska efnahagslífsins.
Kannski ég fari líka norður og hlusti á boðskapinn.

Hvað vilja sjálfstæðismenn?

Jón Gunnarsson þingmaður sjálfstæðisflokksins vill að kosið verði til þings næsta vor. Það stangast á við fyrri yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar formanns flokksins sem vill að kosið verði strax. En Jón er klókari en Bjarni og því vill hann ekki að kosið verði fyrr en næsta vor.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS