Undarleg umfjöllun um barnabætur á RÚV

Ég hlustaði á umfjöllun um barnabætur og fleira í síðdegisútvarpi RÚV í dag. Þar var spurt að því hvort kreppan væri farin að bitna á börnunum og vísið til þess að barnabætur væru ætlaðar börnum og skerðing á þeim hljóti því að vera beint beinlínis gegn börnum. Barnabæturnar eru eyrnamerktar börnum, sögðu umsjónarmennirnir. Spurningin er góð og gild, við eigum alltaf að láta okkur mikið varða um hag barna, ekki síst þegar illar árar í samfélaginu. Síðan var spilað viðtal við starfsmann leikskóla í Kópavogi sem önnur umsjónarmanna Síðdegisútvarpsins tók.

Góð ákvörðun hjá Alþingi að kalla Landsdóm saman.

Atkvæðagreiðsla Alþingis um ákæru á hendur fyrrum ráðherrum þykir um margt áhugaverð og sérstök. Niðurstaðan er samt sem ekki jafn slæm og af er látið þó svo að ég hefði viljað að hún hefði verið með öðrum hætti. Verst hefði verið ef enginn fyrrverandi ráðherra hefði verið ákærður, næstverst líklega ef tveir úr sama flokki hefðu verið ákærðir (munaði aðeins einu atkvæði með tvo sjálfstæðismenn) en best hefði orðið að allir sem tilnefndir hefðu þurft að gera grein fyrir sínum málum fyrir Landsdómi.

Leitin að flottasta rassgatinu!

Á forsíðu Daskrárinnar hér fyrir norðan má sjá auglýsingu frá Levi´s búðinni sem ber yfirskriftina „Leitin að flottasta Levi´s rassinum“. Tilefnið er ný lína í Levi´s gallabuxum en kjörorð Levi´s virðist vera ef marka má auglýsinguna að það sé lögunin frekar en stærðin sem skiptir máli og er þá sennilega átt við lögun á rassgati þess sem fer ígallabuxurnar frekar en annað. Til að undirstrika þetta er mynd á forsíðunni af þrem ungum stelpum sem eiga líklega að gefa til kynna með lögun sinni eftir hverju sé verið að leita.

Kommúnistar, kommúnistar!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður sjálfstæðisflokksins skrifar furðulega grein á Pressunni í dag. Í greininni leggur hún út frá því að ákvörðun Alþingis um að kalla landsdóm saman til að rétta yfir meintum afglöpum og embættisfærslum fyrrum formanns flokksins, séu fyrst og fremst pólitísk réttarhöld.

Þá hló þingheimur!

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði ábúðarfullum rómi á Alþingi í morgun honum væri annt um virðingu þingsins.

Stendur sjálfstæðsflokkurinn við stóru orðin eða lippast hann niður að venju?

Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins skrifaði líklega eina af sínu bestu pólitísku greinum í flokksblað sjálfstæðismanna í gær. Það þýðir þó ekki að greinin hafi verið góð, því það er húns alls ekki. Bjarni heldur því fram í greininni að sú hætta sem hann segir að hefði getað skapast við dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin í sumar, hafi verið sambærileg því þegar efnahagsstefna sjálfstæðisflokksins komst í þrot haustið 2008 með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa þessa lands.

Furðulegur fréttaflutningur Svavars Halldórssonar af vöxtum

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,75% í morgun og hafa vextir ekki verið lægri í sex ár. Svavar Halldórsson fréttamaður RÚV kaus að segja þannig frá vaxtalækkuninni í hádegisfréttunum í dag: „Þrátt fyrir að stýrivextir hafi ekki verið lægri í fjögur ár hefur þetta lítil áhrif á hag heimilanna, afborganir og verðlag.“ Í kjölfarið kom svo viðtal við hagfræðing ASÍ sem hélt allt öðru fram og sagði að auðvitað skipti vaxtalækkunin miklu máli fyrir almenning í landinu. Lægri vextir Seðlabankans hefðu fyrst og fremst áhrif á vexti á skammtímalánum, t.d. yfirdráttarvexti og síðan óverðtryggða vexti, m.a.

Smá pælingar

Þann 1. janúar tók Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Þar með lauk 32 ára stjórnmálasögu Halldórs og þótti nú ekki mikil reisn yfir brotthvarfi hans af þeim vettvangi eins og fólk man. Norræna ráðherranefndin var sett á laggirnar árið 1971 og hefur þann tilgang að vinna að sameiginlegum lausnum sem hafa jákvæð áhrif og norrænt notagildi fyrir almenning á Norðurlöndunum, eins og segir á heimasíðu nefndarinnar.

Lágt risið á Alþingi þessa dagana

Það var frekar lágt risið á þinginu í dag og margar vondar ræður fluttar úr ræðustól þingsins. Eiginlega ekki gott að gera upp á milli þeirra, hvar lægðin var dýpst eða hvaða þingmaður stóð niður úr eftir daginn.

Og þó … en ég geymi það með sjálfum mér.

Hvers vegna Ingibjörg og hvers vegna Geir???

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær kom á óvart, vakti athygli og olli talsverðu uppnámi um tíma. Jóhanna eyddi talsverðu púðri í stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra og mátti á henni skilja að ekki væri rétt að ákæra ráðherrann fyrrverandi enda yrði hún að öllum líkindum sýknuð af ákæruatriðum, að mati forsætisráðherra. Fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið Jóhönnu og rétt í þessu var formaður sjálfstæðisflokksins að tala í sömu tóntegund í ræðu sinni á Alþingi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS