Stendur sjálfstæðsflokkurinn við stóru orðin eða lippast hann niður að venju?

Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins skrifaði líklega eina af sínu bestu pólitísku greinum í flokksblað sjálfstæðismanna í gær. Það þýðir þó ekki að greinin hafi verið góð, því það er húns alls ekki. Bjarni heldur því fram í greininni að sú hætta sem hann segir að hefði getað skapast við dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin í sumar, hafi verið sambærileg því þegar efnahagsstefna sjálfstæðisflokksins komst í þrot haustið 2008 með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa þessa lands.

Furðulegur fréttaflutningur Svavars Halldórssonar af vöxtum

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,75% í morgun og hafa vextir ekki verið lægri í sex ár. Svavar Halldórsson fréttamaður RÚV kaus að segja þannig frá vaxtalækkuninni í hádegisfréttunum í dag: „Þrátt fyrir að stýrivextir hafi ekki verið lægri í fjögur ár hefur þetta lítil áhrif á hag heimilanna, afborganir og verðlag.“ Í kjölfarið kom svo viðtal við hagfræðing ASÍ sem hélt allt öðru fram og sagði að auðvitað skipti vaxtalækkunin miklu máli fyrir almenning í landinu. Lægri vextir Seðlabankans hefðu fyrst og fremst áhrif á vexti á skammtímalánum, t.d. yfirdráttarvexti og síðan óverðtryggða vexti, m.a.

Smá pælingar

Þann 1. janúar tók Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Þar með lauk 32 ára stjórnmálasögu Halldórs og þótti nú ekki mikil reisn yfir brotthvarfi hans af þeim vettvangi eins og fólk man. Norræna ráðherranefndin var sett á laggirnar árið 1971 og hefur þann tilgang að vinna að sameiginlegum lausnum sem hafa jákvæð áhrif og norrænt notagildi fyrir almenning á Norðurlöndunum, eins og segir á heimasíðu nefndarinnar.

Lágt risið á Alþingi þessa dagana

Það var frekar lágt risið á þinginu í dag og margar vondar ræður fluttar úr ræðustól þingsins. Eiginlega ekki gott að gera upp á milli þeirra, hvar lægðin var dýpst eða hvaða þingmaður stóð niður úr eftir daginn.

Og þó … en ég geymi það með sjálfum mér.

Hvers vegna Ingibjörg og hvers vegna Geir???

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær kom á óvart, vakti athygli og olli talsverðu uppnámi um tíma. Jóhanna eyddi talsverðu púðri í stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra og mátti á henni skilja að ekki væri rétt að ákæra ráðherrann fyrrverandi enda yrði hún að öllum líkindum sýknuð af ákæruatriðum, að mati forsætisráðherra. Fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið Jóhönnu og rétt í þessu var formaður sjálfstæðisflokksins að tala í sömu tóntegund í ræðu sinni á Alþingi.

Varnarræða valdastéttarinnar

Ólaf Nordal varaformaður sjálfstæðisflokksins hélt málsvarnarræðu fyrir þá fjóra ráðherra sem lagt er til að ákærðir verði fyrir embættisfærslur sínar í aðdraganda efnahagshrunsins. Ólöf vék ekki einu orði á afleiðingar þeirra verka eða verkleysu sem ráðherrarnir fyrrverandi veðrur vonandi gert að standa frami fyrir gagnvart íslenskum almenningi. Varaformanninum var tíðrætt um að til stæði að dæma ráðherrana í fangelsi en nefndi aldrei þann möguleika að þeir kynnu að vera saklausir dæmdir af vekrum sínum. Ólöf Nordal sagði málaflutningin gæti orðið Alþingi til vansa en fjórmenningunum til ævarandi mannorðssviptingar.

Skiljanleg vanþóknun á Alþingi

Umræða um þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn fyrrum ráðherrum er að taka nýja en alls ekki óvænta stefnu. „Atlanefndin“ svo kallaða er sökuð um að leyna gögnum og reyna þannig að koma í veg fyrir að þingmenn geti myndað sér skoðun byggða á traustum heimildum. Tilgangur með þessu er annarsvegar að tortryggja niðurstöðu nefndarinnar, sá fræjum efasemdar og tortryggni og hinsvegar er með þessu verið að reyna að eyðileggja málið með því að opinbera gögn sem jafnvel gætu eyðilagt málssókn gegn ráðherrunum fyrrverandi eða skaðað hana verulega.

Dapurlegt

Umræðan sem hófst á Alþingi í morgun um málshöfðun á hendur þeim fyrrverandi ráðherrum sem taldir eru bera mesta ábyrgð á efnahagshruninu og afleiðingum þess, fékk jafn dapurlegan endi og upphaf hennar varð.
Um það mætti hafa mörg orð - ef maður vildi.

Upp og niður töfluna

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur nú fallið niður um 21 sæti á styrkleikalista FIFA. Liðið vermir nú 100. sætið næst á eftir Jórdaníu og Uzbekistan og rétt ofan við Sudan og Tailand. Það þykir ekkert sérstakt að vera í 100. sæti eins og gefur að skilja og ekki síður þegar niðurleiðin virðist vera á áður óþekktum hraða, 21 sæti milli mælinga. En þegar betur er að gáð eru ljósir fletir á málinu. Alls eru 203 lið á FIFA listanum og því er Ísland rétt ofan við miðju á styrkleikalistanum sem er bara ekki svo slæmt. Litla landið norður við heimskautsbaug er ofan við miðju allra liða heims í knattspyrnu, a.m.k.

Hættið þessu væli!

Þingmenn ræða nú skýrslu þingmannanefndarinnar á Alþingi og í fjölmiðlum. Eitt af því sem þingmenn sumir hverjir að minnsta kosti, kveinka sér undan er að þurfa að taka ákvörðun um málsmeðferð sem snertir samstarfsfólk þeirra á þingi, aðra þingmenn. Margrét Tryggvadóttir sagði ef ég man rétt í Kastljósinu í gær að það væri ekki leggjandi á þingmenn að taka ákvörðun um samstarfsfólk sitt, réttara hefði verið að útvista því verkefni og fá aðra til verksins. Það væri í raun ómannlegt að leggja það á þingmenn að taka ákvörðun um þess háttar mál og fleiri þingmenn hafa slegið svipaða tóna. Auðvitað er það erfitt að þurfa að taka á málum sem snertir samstarfsfólk og kann að ráða miklu um þeirra hagi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS