Skiljanleg vanþóknun á Alþingi

Umræða um þingsályktunartillögur um málshöfðun gegn fyrrum ráðherrum er að taka nýja en alls ekki óvænta stefnu. „Atlanefndin“ svo kallaða er sökuð um að leyna gögnum og reyna þannig að koma í veg fyrir að þingmenn geti myndað sér skoðun byggða á traustum heimildum. Tilgangur með þessu er annarsvegar að tortryggja niðurstöðu nefndarinnar, sá fræjum efasemdar og tortryggni og hinsvegar er með þessu verið að reyna að eyðileggja málið með því að opinbera gögn sem jafnvel gætu eyðilagt málssókn gegn ráðherrunum fyrrverandi eða skaðað hana verulega.

Dapurlegt

Umræðan sem hófst á Alþingi í morgun um málshöfðun á hendur þeim fyrrverandi ráðherrum sem taldir eru bera mesta ábyrgð á efnahagshruninu og afleiðingum þess, fékk jafn dapurlegan endi og upphaf hennar varð.
Um það mætti hafa mörg orð - ef maður vildi.

Upp og niður töfluna

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur nú fallið niður um 21 sæti á styrkleikalista FIFA. Liðið vermir nú 100. sætið næst á eftir Jórdaníu og Uzbekistan og rétt ofan við Sudan og Tailand. Það þykir ekkert sérstakt að vera í 100. sæti eins og gefur að skilja og ekki síður þegar niðurleiðin virðist vera á áður óþekktum hraða, 21 sæti milli mælinga. En þegar betur er að gáð eru ljósir fletir á málinu. Alls eru 203 lið á FIFA listanum og því er Ísland rétt ofan við miðju á styrkleikalistanum sem er bara ekki svo slæmt. Litla landið norður við heimskautsbaug er ofan við miðju allra liða heims í knattspyrnu, a.m.k.

Hættið þessu væli!

Þingmenn ræða nú skýrslu þingmannanefndarinnar á Alþingi og í fjölmiðlum. Eitt af því sem þingmenn sumir hverjir að minnsta kosti, kveinka sér undan er að þurfa að taka ákvörðun um málsmeðferð sem snertir samstarfsfólk þeirra á þingi, aðra þingmenn. Margrét Tryggvadóttir sagði ef ég man rétt í Kastljósinu í gær að það væri ekki leggjandi á þingmenn að taka ákvörðun um samstarfsfólk sitt, réttara hefði verið að útvista því verkefni og fá aðra til verksins. Það væri í raun ómannlegt að leggja það á þingmenn að taka ákvörðun um þess háttar mál og fleiri þingmenn hafa slegið svipaða tóna. Auðvitað er það erfitt að þurfa að taka á málum sem snertir samstarfsfólk og kann að ráða miklu um þeirra hagi.

Hvað hefur íhaldið lært?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði í þingræðu í dag að það væri dapurlegt að ekkert hefði breyst í starfsháttum Alþingis þrátt fyrir hrun og þrátt fyrir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. En hvað hefur sjálfstæðisflokkurinn lært? Flokkurinn leggst gegn því að þeir stjórnmálamenn sem mesta ábyrgð bera axli ábyrgð sína á því sem gerðist í aðdraganda hrunsins og í kjölfar þess. Flokkurinn leggst gegn öllum slíkum hugmyndum og vill ekki gera neitt í þeim málum.

Þingmannanefndin

Í megin niðurstöðum og ályktunum þingmannanefndarinnar (bls. 5 - 15) er mismunandi skýrt kveðið að orði um einstök atriði. Ýmist leggur þingmannanefndin eitthvað til, gerir skýrar tillögur um einstök mál eða þá hitt sem mér sýnist vera algengara að nefndin mælist til einhvers, telji rétt að gera eitthvað, vekur athygli á einhverju, að skerpa þurfi á málum, að nauðsynlegt sé að skýra eitthvað betur o.s.frv.
Þingmannanefndin leggur t.d. til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um hlutverk Alþingis.

Niðurstaða sem veldur vissum vonbrigðum

Niðurstaða þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur valdið vissum vonbrigðum þó margt megi þar gott finna. Niðurstaða nefndarinnar er einnig að mörgu leiti fyrirsjáanleg og fátt nýtt sem þar kemur fram.

Góð ferð í Fnjóská

Stöngin hefur líklega svignaði í síðasta sinn þetta veiðisumarið. Eyddi helgina við Fnjóská og setti þar í nokkra góða fiska. Falleg 85 cm hrygna lét glepjast á Árbugsárós, litlu smærri synti sína leið eftir viðureign í Ferjupolli og 89 cm hængur lét reyna á stöngina á Eyrarbreiðu rétt fyrir lokun í gær.

Fulltrúar þjóðarinnar og handhafar sannleikans?

Þór Saari fer oft fram með sérkennilegum hætti svo ekki sé nú meira sagt. Hann (og reyndar hinir tveim þingmenn Hreyfingarinnra líka) líta á sig sem rétthafa sannleikans, handhafa samviskunnar og einu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi. Þór og hans líkir hættir til að líta á þá sem ekki eru þeim sammála sem svikara við þjóðina, þeir gangi erinda vafasamra afla í þjóðfélaginu og því í rauninni ekkert annað en landráðamenn.

Klárum Icesave-málið núna

Þeir eru til sem halda því fram að íslendingar hagnist á hverjum degi á því að semja ekki um Icesave-skuldirnar sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Því er nánast haldið fram að peningarnir streymi í ríkissjóð vegna þeirra tafa sem hafa orðið á málinu. Með áframhaldi töfum mætti jafnvel ætla að Ísland verði ekki bara skuldlaust land eftir skamma hríð heldur í hópi auðugustu ríkja heims, ef marka má máflutning þeirra sem ekki vilja leiða málið til lykta. Svo eru þeir til sem telja að sá dráttur sem orðið hefur á lausn málsins hafi skaðað samfélagið, tafið endurreisn efnahagslífsins, skert lífskjör og hindrað atvinnusköpun. Í þeim hópi eru m.a.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS