Rangur ráðherra og röngum stað

Samkvæmt heimasíðu stjórnarráðsins eru þetta helstu málaflokkar sem heyra undir sjávarútvegsráðuneytið:

1.      Rannsóknir, verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
2.     Eftirlit með verndun og nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins, sem og stjórnun svæða þar sem þær eru nýtanlegar.
3.     Stuðningur við rannsóknir, þróun og nýsköpun í sjávarútvegi.
4.     Fiskvinnsla og önnur vinnsla úr sjávarfangi.
5.     Uppboðsmarkaður sjávarafla.
6.     Verðlagsráð sjávarútvegsins.

Haldið og sleppt

Fyrir tveim mánuðum talaði hann fyrir því að allur fiskur færi á markað. Nú vill hann fara í eigin útgerð til að tryggja „… að mínir viðskiptavinir, fái flottann glænýjan og góðan fisk frá mínum bát.“
Á þá sem sagt ekki að setja allt á markað!
Það verður ekki bæði haldið og sleppt.

Enn sömu skoðunar?

Fyrir rúmum fimm árum lögðu sex þingmenn fram tillögu á Alþingi um endurupptöku sjómannaafsláttar. Þrír þeirra eru enn á þingi. Tveir eru úr stjórnarliðinu, annar ráðherra og hinn er forseti þingsins. Sá þriðji er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, nú í stjórnarandstöðu. Það er því ekki ólíklegt að því að ef þessi þrjú myndu endurflytja tillögu sína frá haustinu 2011 ætti hún nokkuð greiða leið í gegnum þingið.
Ætli þau séu sömu skoðunar nú og þau voru haustið 2011?
​Eða var þessi tillaga lögð fram í öðrum tilgangi?

Stefnt að mestu einkavæðingu Íslandssögunnar

Fjármálaráðherra birti í gær drög að eigendastefnu ríkisstjórnarflokkanna fyrir fjármálafyrirtæki. Í fljótu bragði finn ég umfjöllun um þessa stefnu í tveimur fjölmiðlum, annars vegar á RÚV og hins vegar á Kjarnanum. Ég hef enn ekki heyrt eða séð viðbrögð stjórnmálamanna við þessum drögum í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Sem er stórmerkilegt því að í eigendastefnunni er lagt til stórfelldari einkavæðingu en við höfum nokkru sinni áður upplifað á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Hver er stefnan?

Ég og við í Viðreisn höfum talað fyrir því að binda gengi krónunnar við ákveðinn gjaldmiðil og útgerðarfyrirtækin sækjast skiljanlega eftir því að gera sinn rekstur upp í erlendum gjaldmiðlum. Við getum til dæmis ímyndað okkur að ef gengið hefði verið fest fyrir um ári síðan þá væri þessi staða ef til vill ekki uppi á vinnumarkaði enda tekjutap sjómanna og útgerðar ekki jafn mikið og raun ber vitni.“
Benedikt Jóhannesson.  fjármálaráðherra.

Óboðlegt

  Ég hef ekki keyrt um á nagladekkjum í meira en 20 ár. Hef þó búið á snjóþungu svæði og þurft að ferðast um fjallvegi á veturna. Nagladekk eru óþörf að mínu mati og það sem verra er  eru þau skaðleg umhverfinu. Þau tæta upp malbikið svo að það liggur meira og minna laust í yfirborðinu, dreifist um undan akstri, skaðar fólk og veldur tjóni.

Það sem Óttarr meinti

„Það er bara spurning um peninga af því að allar hreyfingar í svona stóru kerfi kosta svo mikið. Þannig að þetta verður að gerast að einhverju leyti í bútum en planið er að setja einhvers konar X ára langa áætlun um hvernig við bara keyrum þetta kerfisbundið niður.“
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

Það sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra er raunverulega að segja er þetta:
Það  stendur ekki til að setja nýjar tekjur í heilbrigðiskerfið heldur að hreyfa peninga til innan kerfisins, frá einum stað til annars. Það er engin áætlun í gangi, ekkert plan heldur á að spila með heilbrigðiskerfið í bútum frá degi til dags.

Það er m.a. af þessum ástæðum afar brýnt að koma þessari grímulausu hægristjórn frá sem allra fyrst.
Allt pólitísk starf stjórnarandstöðunnar verður að miðast að því marki.

Það sem Jón meinti

„Taka verður gjald af ökumönnum ef fjármagna á nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Þetta segir samgönguráðherra. Til skoðunar er að taka gjald af þeim sem aka út af höfuðborgarsvæðinu.“
Jón Gunnarsson samgönguráðherra.

Það sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra er raunverulega að segja er þetta:
Það stendur ekki til að færa markaða tekjustofna til vegamála upp til verðlags. Það stendur ekki til að auka tekjur til að ráðast í mikilvægar vegaframkvæmdir. Það á að ráðast í víðtæka einkavæðingu á vegakerfinu, gjaldtöku og einkaframkvæmdir.

Það er m.a. af þessum ástæðum afar brýnt að koma þessari grímulausu hægristjórn frá sem allra fyrst. Allt pólitískt starf stjórnarandstöðunnar verður að miðast að því marki.

Mynd: Styrmir Kári

Margt líkt með skyldum

„Í áfangaskýrslu verði úttekt á eignum ríkissjóðs og annarra ríkisaðila, þar á meðal jörðum og öðrum fasteignum og beinum og óbeinum eignarhlutum í fyrirtækjum, hvort sem er í formi hluta- eða stofnfjár eða með öðrum hætti. Sérstaklega verði tilgreind fyrirtæki sem eru beint eða óbeint í meirihlutaeigu ríkissjóðs eða annarra ríkisaðila.“
Tillaga til þingsályktunar um stórfellda einkavæðingu.

Spurning um hæfi

Jón Gunnarsson ráðherra er þekktur fyrir að ganga erinda þeirra sem kosta hann til þings. Bæði formaður og varaformaður atvinnuveganefndar eru styrktir til þings af hagsmunaaðilum sem þeir eru þekktir fyrir að tala fyrir.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS