Stefnuleysi í stjórum málum

Úrlausn og framtíðarskipulag efnahagsmála er eitt stærsta verkefni stjórnmálanna í dag. Ráðherrar í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins tala út og suður um þau mál, þeir eru ósamstíga og senda frá sér mismunandi skilaboð og engin leið er að átta sig á því hvert stefnt er af hennar hálfu.
Það er hægt að leiðrétta ranga stefnu svo framarlega sem vitað er hvert ferðinni er heitið. Það er öllu verra að finna rétta stefnu þegar ekki er vitað hvert verið er að fara.