Airwaves

Það leynir sér ekki að það er mikið að gerast í Reykjavík líkt og oft áður. Nú er það Airwaves tónlistarhátíðin sem lífgar upp á tilveruna.
Gert er ráð fyrir að allt að 5-6.000 erlendir gestir komi á hátíðina og 3-4.000 innlendir, auk mikils fjölda á off-venue dagskrána. Þessir gestir bera hróður hátíðarinnar og landsins út um allan heim. Airwaves undirstrikar enn og aftur mikilvægi tónlistar og menningar í samfélaginu öllu; menningar- og atvinnulífinu. Menningin og menningartengd starfsemi er auk þess mjög efnahagslega mikilvæg fyrir landið þótt hún njóti enn ekki sannmælis sem slík.
En það kemur að því.