Icesave var innlánsreikningar sem Landsbanki Íslands stofnsetti í Bretlandi og síðar í Hollandi.
Icesave innlánsreikningarnir voru útibú frá Landsbankanum í Bretlandi og Hollandi með sama hætti og útibú bankans víðs vegar hér á landi.
Icesave innlánsreikningarnir voru stofnaðir í skjóli þáverandi stjórnvalda sem létu það átölulaust að íslenskir bankar söfnuðu háaum upphæðum inn á reikninga sína erlendis með ríkisábyrgð.
Þáverandi íslensk stjórnvöld töldu útrás íslenskra fjármálamanna vera til mikillar fyrirmyndar og hvöttu þá til dáða á þeim vettvangi. Það á m.a. við um Icesave innlánsreikninganna.
Icesave var valin viðskiptahugmynd ársins árið 2007 af þekktum íslenskum álitsgjöfum á þeim vettvangi.
Icesave er ein ljótasta birtingarmynd þeirrar hugmyndafræði sem ríkti í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi fram að hruni og er þó af nógu að taka.