Innra uppgjör kirkjunnar

Það er rétt sem Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein fórnalamba Ólafs biskups, segir að engar peningagreiðslur munu geta bætt fyrir þá áþján sem hún og aðrir máttu þola af hans og kirkjunnar hálfu. Með greiðslunum er kirkjan aðeins að viðurkenna og gangast við illri framkomu gegn þeim konum sem fyrir löngu komu fram með ásakanir vegna ofbeldis af hálfu fyrrum biskupi. Það reiknar heldur enginn með því að peningar frekar en nokkuð annað fái bætt slíkan skaða.

Þú stendur allavegana vaktina fyrir okkur, Pétur

Pétur Blöndal var í morgunþætti Bylgjunnar og ræddi þar m.a. um Icesave. Ég hef gaman af Pétri þó ekki sé ég oft sammála honum. Hann hefur það fram yfir marga að hugsa út fyrir hina hefðbundnu ramma og vera óhræddur við að leita lausna. Hann ræddi aðallega um þrennt í morgun.
Fyrst um Icesave
Þarf sagði hann þjóðina geta prísað sig sæla fyrir að hafa ekki staðfest lög um málið fyrr á árinu. Ef það hefði nú verið gert þyrftum við að greiða háar upphæðir og væri reyndar komið að því einmitt núna þessa dagana.

Stærsta EKKI frétt vikunnar

Það hefur verið gert mikið úr því að fjármálaráðherra neiti að gefa upp söluverð á hlut ríkisins í Byr. Því er jafnvel haldið fram að hann muni liggja á því eins og ormur á gulli og ganga gegn öllum yfirlýsingum um opna og gegnsæa stjórnsýslu. Þó hefur ráðherrann ekkert slíkt sagt né neitt í þá veru eftir honum haft. Þetta var það sem fjármálaráðherra sagði um málið í fréttum í gær: "Fjármálaráðherra segir gott að Íslandsbanki hafi keypt hlut ríkisins í Byr.

Ísland stendur með Palestínu á alþjóðvattvangi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur verið á ferðalagi um Palestínu síðustu daga. Hafi einhver haldið að ástandið í Palestínu hafi batnað eða sé að batna á svæðinu er það mikill misskilningur. Það hefur berlega komið fram í frásögnum af heimsókn utanríkisráðherra að Ísraelar herða tökin á Palestínsku þjóðinni sem hefur verið haldið föngnum í heimalandi sínu áratugum saman við hræðilegar aðstæður. Hroki þess sem hersetur á sér engin takmörk. Hann hefur valdið, ræður örlögum hinna hersetnu og fer sínu fram hvað sem hver segir. Ísrael hefur haft stuðning alþjóðasamfélagsins til að kvelja Palestínumenn og drepa að eigin geðþótta. Ísraelsku fjöldamorðingjarnir virðast geta gegnið að þeim stuðningi vísum hvenær sem er.

Alþingi ræður för

Ég átta mig ekki alveg á umræðunni um stöðu ESB-viðræðanna. Því er haldið fram að þær séu í einhverskonar uppnámi vegna afstöðu einstakra ráðherra til einstakra mála. Þannig er það ekki. Viðræðurnar byggjast á samþykkt Alþingis sumarið 2009 um að fara í aðildarviðræður. Á þeim grunni munu viðræðurnar fara fram nema Alþingi ákveði annað. Þangað til mun álit einstakra þingmanna eða ráðherra engu breyta um framgang málsins.

Vindhögg sleggjunnar

Kristinn H Gunnarsson sendir mér heldur betur tóninn á dögunum í grein sinni á vef Bæarins besta og í Vikudegi. Hann heldur því fram að ég standi gegn öllum breytingum á stjórn fiskveiða. Hann segir mig vera í liði með froðufellandi útgerðarmönnum og afturhaldsflokkum sem engar breytingar vilji sjá á kvótakerfinu. Hann telur mig vera pólitískan skósvein hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Hann segir það skoðun mína að helst eigi að nýta Vestfjarðarmið af frystitogurum frá Ólafsfirði og Akureyri. Hann segir að ég vilji að fáir auðmenn og bankar raki til sín milljarðatugum út úr greininni.

Stóra lygin

Geir Hilmar Haarde hefur upplýst okkur um að hann hafi bjargað Íslandi frá þroti. Málsókn á hendur honum fyrir hið gagnstæða er því að röngum rökum reist. Auðvitað! Af hverju erum við ekki búin að átta okkur á þessu fyrr? Við höfum lifað í fullkominni blekkingu í bráðum þrjú ár. Okkur hefur ranglega verið talin trú um að allir íslensku viðskiptabankarnir hafi farið á hausinn, að Seðlabanki landsins hafi orðið gjaldþrota, að verðbólga hafi verið 20% og vextir 18% og gengi krónunnar fallið um helming á meðan Geir var forsætisráðherra, svo fátt eitt sé nefnt.

Faðirvorið upp á andskotann

Var þetta ekki öfugt? Var það ekki áhættusækni, einkavæðing og hægripólitík sem á endanum leiddi okkur í hrunið?
Það er kannski ástæða til að þýða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fyrir menn eins og þennan Porter.

Brottkast ekki vandamál við Ísland

Sagt hefur verið frá því í fréttum að allt að helmingi alls sjávarafla í Norðursjó sé kastað dauðum fyrir borð. Sé þetta rétt þýðir það að brottkast er um 50%, þ.e. að öðrum hverjum fiski er hent fyrir borð. Ljótt er ef satt er.
Umræðan um brottkast á Íslandsmiðum hefur sömuleiðis verið langvinn og hávær. Þegar ég var að byrja minn sjómannsferil þótti það ekkert tiltökumál að henda fiski í sjóinn. Það var gert af ýmsum ástæðum. Fiskurinn gat verið verðlítill eða jafnvel verðlaus, hann þótti kannski of smár til að hirða, veiði var stundum það mikil að ekki hafði undan að við að koma aflanum í lest o.s.frv.

Evrópskur óhróður

gengu þeir of langt bírókratarnir  hjá OECD. Nú vaða þeir í Davíð og Seðlabankann að ástæðulausu. Við verðum að stoppa þetta lið. Getum ekki látið þá vaða svona yfir okkur lengur á skítugum evrópskum skónum. Þeir væru vísir með að taka efnahagsstjórn sjálfstæðsflokksins fyrir næst ef vitinu verður ekki komið fyrir þá. 
Réttast væri að senda þessa evrópsku dóna í endurmenntun.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS