Gauti Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum velti einkavæðingu á eignum ríkisins fyrir sér í nýlegum pistli. Hann veltir upp mörgum réttmætum spurningum vegna málsins.
Sjálfur hef ég margsinnis reynt að vekja athygli á þessu ótrúlega máli, t.d. hér, hér og hér. Kjarninn hefur einnig fjallað talsvert um þetta mál, m.a. í pistli í dag.
Það er ekki að sjá að stjórnvöld mæti mikilli andstöðu hvorki utan þings né innan vegna þessa ótrúlega máls. Hvernig sem á því stendur. En það virðist liggja á að einkavæða allt sem mögulegt er áður en gengið verður til kosninga. Það eitt og sér er ástæða til að vekja upp efasemdir um að vel sé að málum staðið. Því eins og Gauti spyr í lok pistils síns: "En er eitthvað síðustu ár og áratugi á Íslandi, sem bendir til þess, að tilefni sé til að láta stjórnvöld njóta vafans?"
Mynd: Pressphoto.biz