Hér fyrir neðan má sjá stuttan pistil um þá ákvörðun Alþingis að heimila fjármálaráðherra að selja eignir sem kröfuhafar létu í hendur ríkisins. Við afgreiðslu málsins á Alþingi benti ég á að enginn þingmaður virtist vita um hvaða eignir var að ræða eða hvers virði þær eru.
Nú hefur annað komið í ljós, líkt og mig grunaði.
Frosti Sigurjónsson er formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Hann var talsmaður þessa máls í þinginu á sama tíma og hann fól ríkinu að ráðstafa hlut í fyrirtæki sem hann á stóran hlut í sjálfur. Það þarf enginn að reyna að telja mér trú um að hann hafi ekki vitað af því.
Frosti hefur kallað þá þingmenn sem gagnrýna ráðherra ríkisstjórnarinnar og framgöngu þeirra „þingmenn lágkúrunnar.“
Samkrull fyrirtækis Frosta og ríkissjóðs setur þau ummæli í nýtt samhengi.
Er ekki komið nóg?