Vigdís Hauksdóttir er ekki lengur afsökun

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins, vill meina að ríki Evrópu séu vísvitandi að æsa forstöðumenn opinberra stofnana á Íslandi til fylgis við ESB með IPA styrkjum. Hún vill því meina að forstöðumenn opinberra stofnana gangi erinda erlendra þjóða gegn greiðslu.
Í raun er hún að saka allt þetta fólk um landráð.
Það er ekki lengur hægt fyrir stjórnarliða að láta sem ekkert sé þegar Vigdís Hauksdóttir á í hlut. Stjórnarflokkarnir fólu Vigdísi Hauksdóttur eitt mikilvægasta og áhrifamesta  embætti Alþingis, formann fjárlaganefndar. Stjórnarliðar úr báðum flokkum ákváðu að gera hana að talsmanni stjórnarliða í fjármálum ríkisins og þar með áhrifamesta þingmann beggja flokkanna á Alþingi. Formenn stjórnarflokkanna verða nú annað tveggja að taka undir álit formanns fjárlaganefndar á forstöðumönnum opinberra stofnana eða gera það að engu með afdráttarlausri yfirlýsingu.
Vigdís Hauksdóttir er ekki lengur afsökun fyrir hálfvitaskap af þessu tagi.

Comments

Birgir Scheving's picture

hmmmm,

Þetta fólk er nú kanski í óvita skap að fremja landráð rétt eins og þið VG gerðuð er þið sættust undir AGS og ESB