Þöggun

Niðurstaða nýrrar könnunar (bls. 18-19) sýnir að stór hluti háskólafólks og fræðimanna veigrar sér við að tjá sig í fjölmiðlum af ótta við viðbrögð og refsingar stjórnmálamanna. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn hóti þeim sem ekki eru þeim sammála. Um það þekkjum við allt of mörg dæmi að undanförnu eins og fram kemur í grein Kjarnans um málið. Hótanir stjórnmálamanna beinast ekki síður að embættismönnum og starfsfólki opinberra stofnana sem voga sér að hafa uppi aðrar skoðanir en stjórnmálamenn eða komast að niðurstöðu sem er þeim ekki að skapi um einstök málefni. Dæmi um slíkt má t.d. sjá hér, hér og hér.
Þetta er hins vegar grafalvarlegt mál og mun hafa enn alvarlegri afleiðingar ef ekki verður á því tekið.
Það alvarlegasta er þó að of mörgum virðist standa á sama.
Of margir vilja bara heyra það sem vel hljómar.