Jón skuldugi og séra Jón skuldugi

Línuritið á myndinni hér til hliðar er úr kynningarefni Seðlabankans (glæra 27) á skýrslu bankans um fjármálastöðugleika sem talsvert hefur verið rætt um á síðustu dögum. Myndin sýnir hlutfall þeirra sem skulda meira en 300% af ráðstöfunartekjum sínum frá árinu 1995 til 2011. Bláa línan (T1) sem er hæst á árinu 1995 sýnir hlutfall þeirra tekjulægstu á meðan fjólubláa línan (T4) sýnir hlutfall tekjuhæsta hópsins. Samkvæmt þessu skulduði 27-28% tekjulægsta hópsins meira en 300% af ráðstöfunartekjum sínum árið 1995 á meðan 7% tekjuhæsta hópsins var svo skuldugur. Skuldir tekjulægsta hópsins eru nú svipaðar og þær voru árið 1995 en skuldir hinna tekjuhæstu hafa stóraukist og eru nú á svipuðu róli og þeirra tekjulægstu sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Tekjuhæsti hópurinn jók skuldir sínar í kjölfar einkavæðingarinnar og aukins aðgengis að peningum til ýmissa nota sem væntanlega hefur aukið eignir þeirra samhliða skuldsetningunni. Millitekjuhópurinn er hins vegar skuldsettastur allra miðað við tekjur eins og allir vita.
Það er athyglisvert þegar þessi mynd er skoðuð að umræða um niðurfærslu skulda var ekki áberandi (ef nokkur) á fyrri hluta tímabilsins, þ.e. þegar tekjulægsti hópurinn skuldaði mun meira en aðrir tekjuhópar og margfalt á við tekjuhæsta hópinn. Það er ekki fyrr en á síðari árum þegar skuldir hinna tekjuhæstu aukast að krafan um lækkun skulda verður jafn hávær og hún hefur verið.
Við virðumst sem sagt sem þjóð sætta okkur betur við það þegar óréttlætið bitnar á þeim sem minnst hafa en rísum svo upp þegar það kemur niður á hinum enda tekjuskalans. Eða hvað? Frá árinu 2009 hafa skuldir allra tekjuhópa farið lækkandi sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, nema þeirra sem tekjulægstir eru sem kaupmáttarrýrnun Hrunsins kom verst niður á.
 Hverra hagsmuna ætli væntanleg pabbastrákaríkisstjórn framsóknar- og sjálfstæðisflokksins muni gæta?

Comments

Develop a habit in toddlers to use the bathroom right before going to bed.Cafe Leopard Loafer notably incorporates an artisanal bit buckle


that has resin dstail emblazoned in the center.


Unlike a liner pondless waterfall, the parameters have already


been established by the manufacturer sheets of rubber the pond


kit.

Excellent weblog here! Also your web site lots up very fast!


What web host are you the use of? Can I get your associate link


for your host? I wish my web site loaded up as fast


as yours lol





Also visit my blog ... This Post

If you would like to increase your familiarity


only keep visiting this site and be updated with the latest news update posted here.











Feel free to visit my page ... Click here to find out more