Þeir sem halda að vísitölutryggð lán séu nýleg uppfinning ættu að skoða myndina hér til hliðar. Hún er af skuldabréfi sem tekið var til húsbyggingar árið 1958. Lánið var vísitölutryggt og bar til viðbótar 5,5% vexti.
Þeir sem halda að vaxtaokur á Íslandi sé nýtilkomið ættu að skoða þessa mynd. Hún er af skuldabréfi frá Lífeyrissjóði sjómanna frá árinu 1979. Bréfið sem er tryggt með veði í húsnæði og mátti gjaldfella ef lántaki hætti að greiða í sjóðinn bar 26% vexti
Þeir sem enn trúa því að hægt sé að búa til eðlilegt og mannsæmandi fjármála- og lánaumhverfi á Íslandi ættu kannski að velta því fyrir sér hvort það er ekki orðið fullreynt.
Comments
Jon Bragi Sigurdsson
9. mars 2016 - 10:48
Permalink
Sæll,
Varðanda meint "vaxtaokur" á þessu láni frá lífeyrissjóði sjómanna þá finnst mér þú vera algjörlega úti að aka. Vextirnir eru 26%, óverðtryggðir og lánið er til 5 ára. Á þessu tímabili var verðbólga aldrei undir 30% lá oft á bilinu 50-100%. Hér er því síður en svo um nokkuð vaxtaokur að ræða heldur er um að ræða eina mestu niðurgreiðslu af láni sem um getur.
Og þá niðurgreiðslu borguðum við sem áttum sparifé á þessum tíma...
Björn Valur Gíslason
11. mars 2016 - 10:04
Permalink
Sæll. 26% vextir eru 26% fyrir þann sem borgar þá og það eru okurvextir hvernig sem á það er litið og er afleiðing efnahagslegrar eins og þú bendir réttilega á. Það er megin punkturinn: Er það kannski fullreynt að við getum einhverntímann búið við eðlilegt og sanngjarnt efnahagskerfi hér á landi?