Ég bið um aðstoð!

Ég bið allt of sjaldan um aðstoð. Mætti gera meira af því. Myndi kannski farnast betur svona almennt séð.
Nú eru vandræði mín hins vegar orðin slík að ég sé mig knúinn til að leita til dyggra lesenda, þvert á flokkspólitískar línur eftir aðstoð, ráðleggingum og liðsinni.
Afmælisgjafir og afmælisdagar hafa alla tíð reynst mér erfiðir. Ég man sjaldan afmælisdaga eða aldur á fólki (jafnvel mínum nánustu) og gef í 95% tilvika algjörlega marklausar og gagnslausar afmælisgjafir. Ég kalla konu mína til vitnis um það.
En nú verður hún systir mín fimmtug (ekki fertug) eftir slétta eina viku, fimmtudaginn 25. júní. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að færa henni í tilefni dagsins og er farinn að missa svefn út af því. Af öllu fólki vil ég ekki þurfa að mæta tómhentur eða með ígildi fótanuddtækis í afmæli systur minnar.
Hvað gefur maður fimmtugri systur sinni í afmælisgjöf? Það þarf ekki að vera mikið eða stórt.  Samt eitthvað pínu frumlegt en samt bara eitthvað sem gleður og fær hana jafnvel til að trú því að maður hafi munað tímanlega eftir afmælinu og lagt eitthvað á sig til að færa henni góða gjöf í tilefni dagsins.
Allar tillögur og uppástungur eru meira en vel þegnar. Því fyrr þeim mun betra.
Mér finnst ég eiga það skilið. 

p.s. Hún á sólmyrkvagleraugu.

 

Comments

Oddný Halldórsdóttir's picture

Held þetta sé bara komið hjá þér. Skellir færslunni í ramma með slaufu :)

 

Hildur Ellertsdóttir's picture

Láttu endilega fylgja með innilega afmæliskveðju frá gamla kennaranum hennar. 

Eggert Ásgeirsson's picture

Ágætt hjá þér Björn Valur.

Gott væri að einhver skilgreindi heilbrigðisþjónustu, læknisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu! og muninn á þessu! Og þegar það væri gert: Hver er forgangsröðin?

Eggert Ásgeirsson