Hrokagikkurinn úr Garðabænum missir tökin

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hjólaði af fullum krafti í launafólk í dag. „ ... þetta er sundraður hópur sem við erum að tala við og það er engin ein lína, engin ákveðin krafa, um tiltekin mál sem gætu komið til hjálpar,“ segir Bjarni um þann stóra og ólíka hóp landsmanna sem þessa dagana stendur í harðvítugum deilum um kaup og kjör. Þetta eru kuldalegar kveðjur til launafólks frá fjármálaráðherra landsins.
Nú standa yfir hörðustu deilur á vinnumarkaðinum í áratugi. Stór hópur fólks hefur verið í verkfalli í margar vikur. Í næstu viku bætast fleiri við. Í byrjun júní verða hátt í hundrað þúsund íslenskir launþegar farnir í verkfall, fari fram sem horfir. Ástandið á vinnumarkaðinum er þegar farið að hafa mjög alvarleg áhrif á heilbrigðiskerfið og atvinnulífið í landinu.
Þá stígur formaður sjálfstæðisflokksins fram og segir að það sé ekki hægt að tala við þetta lið. Það viti ekki hvað það vilji. Þetta sé eiginlega bara pakk.
Hrokagikkurinn úr Garðabænum ætti að hlusta á greiningu ríkissáttasemjara á stöðunni.
Og boða svo til kosninga enda ræður hann ekki við verkefnið.

 

Comments

Sverrir Hjaltason's picture
Palmi Einarsson's picture

Takk takk, vel mælt.

Kristján Guðmundsson's picture

Sanleikur