Við skulum gefa okkur eitt augnablik að forsætisráðherrann sé ekki jafn stjörnugalinn og margir vilja halda. Það sé því rétt mat hjá honum að aðgerðir stéttarfélaganna í landinu séu flokkspólitískar og beinist gegn ríkisstjórn hans frekar en að bæta kjör fólksins í landinu.
Þá er staðan svona:
Níu af hverjum tíu landsmanna styðja kröfur stéttarfélaganna og aðgerðir þeirra. Nærri 100 þúsund launþegar hafa þá tekið höndum saman um að koma ríkisstjórninni frá og eru tilbúnir að fara í harðar verkfallsaðgerðir í þeim tilgangi.
Ef forsætisráðherrann trúir eigin kenningu - af hverju tekur hann þá ekki þessi skilaboð til sín og segir af sér?
Comments
Jon Pall Gardarsson
24. maí 2015 - 21:22
Permalink
Vantar ekki "ekki" í síðustu málsgreinina hjá þér?
Þetta er annars nokkuð góð pæling hjá þér :)