Forsætisráðherra til hróss má benda á að hann hefur haldið úti ágætri vefsíðu sem verið hefur góð heimild um kosningaloforð hans (og framsóknarflokksins) og fyrirætlanir um hin stærri pólitísku mál. Ég hef eins og fleiri nýtt mér þessa síðu til gagnaöflunar í pólitíska rökræðu og samanburðar á heitum og efndum ráðherrans.
Nú ber svo við að síðunni hefur verið lokað og ekkert þar lengur að finna.
Hvers vegna ætli það sé?
Verður efni hennar gert aðgengilegt annars staðar, t.d. á vef forsætisráðuneytisins?
Kannski spyr einhver ráðherrann?
Comments
Einar Tryggvason
2. febrúar 2014 - 12:10
Permalink
http://web.archive.org/web/20131228162252/http://sigmundurdavid.is/
http://web.archive.org/web/20130321035944/http://sigmundurdavid.is/afnam...
Jóhannes Þór
2. febrúar 2014 - 12:13
Permalink
Það er skiljanlegt að þú sért með böggum hildar yfir þessu. En það er huggun harmi gegn að fletta má upp í vefsafninu á meðan tæknin er að stríða okkur, svona ef þú ert alveg viðþolslaus Björn minn.