Gunnar Bragi Sveinsson sagði rétt í þessu á Alþingi að ekki yrði haldið áfram viðræðum um aðild Íslands að ESB á meðan hann væri utanríkisráðherra. Í stefnuyfirlýsingu hægriflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um áframahaldandi viðræður (bls. 11) og fram hefur komið hjá formanni sjálfstæðisflokksins að sú atkvæðagreiðsla muni fara fram á fyrrihluta kjörtímabilsins. Nú liggur fyrir tillaga til þingsályktunar á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður.
Gunnar Bragi hefur því hótað því að segja af sér sem ráðherra ef þjóðin velur að halda viðræðunum áfram. Þar held ég að hann hafi misreiknað sig. Í þessu felst ekki hótun heldur tvöfalt tækifæri. Annars vegar að þjóðin ráði ferðinni í þessu máli en ekki Gunnar Bragi og hinsvegar að utanríkisráðherrann víki og öðrum verði falið að fylgja vilja meirihluta þjóðarinnar.
Það er ekki oft sem svona tækifæri gefast.
Comments
Sveinn Elias Hansson
22. ágúst 2013 - 22:44
Permalink
Að ljúga til sín völdin, er það ekki líka valdarán??